Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Page 111
um: ber sig saman við Viktoríu Engla- drottningu. Nú getur hver lesandi valið sér leiðir. Gamla húsið stendur í miðju bragga- hverfinu og er þannig einskonar höfuð- virki eða höfuðborg þess smáríkis. Ibúar hússins gegna leiðtogahlutverkum (sbr. líka ráðherrafötin hans Tomma) en geta þó afar lítið gert til að hjálpa öðrum. Því það eru utanaðkomandi öfl — stundum raunar erlend — sem ráða lífshlaupi fólksins og löngunum. Þetta er aðeins staðurinn „þar sem Djöflaeyjan rís“. Nafn eyjunnar skýrist í samtali Badda við ömmu sína seint í sögu: „Djöfla- eyjan! sagði hann í símann“ — og fer ekkert milli mála að þar á hann við ísland. En ekki skyldu menn ætlast til að allt gangi upp og finna megi tákngildi í hverri persónu, hverjum atburði. Því eins og í öllum góðum táknrænum sögum er veruleikaplanið rótfast, per- sónur fyrst manneskjur, síðan tákn. Að lyktum Lesin táknrænum skilningi verður skáld- sagan Þar sem djöflaeyjan rís að harm- sögu heillar þjóðar sem týnir sjálfri sér í lífsgæðakapphlaupi og vitfirringu nú- tímans. En þessari harmsögu fylgir líka mikið glens og grín. Eitt er mannlýsingarnar sem áður var minnst. Þrátt fyrir harmsögulegt hlut- verk persóna eins og Línu og Tomma er galsinn og skopið svo ofarlega í huga höfundar að hann gleymir sér aldrei í tragedíunni, og lesandi sveiflast fyrir sína parta milli gráts og hláturs. Annað er svo þeir stórkátlegu atburð- ir sem verða. Má þá nefna heimsmet kúluvarparans, Noregsferð Kárakappa, stórbrotin fyllirí Badda og Grjóna — að ekki sé talað um hjónabandssögu Dollí- Umsagnir um bakur ar og Grettis. Allt stuðlar þetta að því að halda lesanda býsna vel við efnið. Svo segja mér kunnugir að Einar Kárason hafi lagt mjög mikla vinnu í skáldsögu þá sem hér hefur verið á dag- skrá. Nákvæmur lestur hefur sannfært mig um að svo hljóti að hafa verið, og ég hef líka sannfærst um að vinnan sú hefur skilað árangri sem hver höfundur gæti verið stoltur af. í maí-júní 1984, Heimir Pálsson SKÁLDIÐ I FJÖRUNNI Þórarinn Eldjárn hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra rithöfunda; hann er þjóðlegri en þeir yngri og húmor hans og lífsviðhorf eru allólík því sem gerist meðal hinna eldri — í verkum hans mæt- ast straumar sem ekki er algengt að sjá saman. Svo ólíkir sem jafnaldrar hans í stéttinni eru, má kannski segja að þeir eigi það sameiginlegt flestir að takast á við sérvanda þeirrar kynslóðar sem ólst upp í Reykjavík í kalda stríðinu; það er bæði verið að endurskoða þá Sódómu- Gómorru-mynd sem borgin hefur feng- ið í íslenskum nútímabókmenntum og að kortleggja þetta borgarsamfélag. Þór- arinn Eldjárn er líka með hugann við vanda nútímaíslendinga en lítur á hann úr nokkuð annarri átt en aðrir, sér hann í öðru samhengi. Hann er þjóðlegri. Þjóðlegheit hans eru þó afar ólík þeim sem við heyrum á kvöldvöku Ríkisút- varpsins eða á 17. júní í ávarpi Fjallkon- unnar. Með nokkrum einföldunum má segja að hann hafi á ferli sínum reynt að taka það úr bókmenntaarfi okkar íslend- inga sem nýtast mætti í samtímanum; hann berst gegn kapítalisma og fylgi- kvillum hans og sækir vopnin í fortíð- ina. Um leið er hann að leiðrétta opin- 461
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.