Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Side 122
Tímarit Máls og menningar um sögumannsins, Jóns Oddssonar, ákveðin lífstrú í ætt við trú Gríms Ell- iðagríms, þrátt fyrir skipbrot hennar í sögunni. Sögumaðurinn hefur vafist fyrir rit- skýrendum. Ólafur Jónsson vék að hon- um m.a. í grein í Félagsbréfi AB 1963, sem reyndar er ekki tilgreind í heimilda- skrá ritgerðarinnar, og þótti Jón Odds- son ekki nógu skýr persóna innan fram- vindu verksins. Matthías telur hann hins vegar eina þýðingarmestu persónu sög- unnar. Sjálfslýsing hans fléttast inn í frá- sögnina enda þótt hann standi fyrir utan hin eiginlegu átök; eftir á ásakar hann sjálfan sig fyrir að hafa ekki skorist í leikinn. Fyrrnefnd ályktunarorð eru niðurstaða hans af ragnarökum sögunn- ar, og í þeim er hann sjálfum sér sam- kvæmur. Lífstrúin, trú á óeigingjarna þjónustu mannsins við náunga sinn, rís upp úr öskunni þrátt fyrir allt. I skemmstu máli þykir mér niðurstaða Matthíasar sannfærandi og sagan vera betri og heilli fyrir bragðið. Mynd nútímamannsins Eins og fram hefur komið er greining einstakra sagna til fyrirmyndar og besti hluti ritgerðarinnar. Ymsum innskotum, og ekki síst upphafskafla og lokaköflun- um tveimur, Mannsmyndin og Heims- myndin, er ætlað að setja niðurstöð- urnar í víðara samhengi. Eða eins og segir í formála: „að skýra og rekja upp- runa þeirra hugmynda um líf og tilveru sem fram koma í sögunum." (9). I raun fjallar ritgerðin ekki síður um feril þeirra hugmynda sem fram koma í sögunum en uppruna þeirra. Jöfnum höndum er vísað aftur, til Schopenhauers, Nietz- sche og Unamuno, og fram, til Camus og Sartre. Eins og ritgerðin er byggð upp eru það framar öðru hin „nútíma- legu“ einkenni sem höfundur er á hött- unum eftir, þau sem sameiginleg eru „hinum tilvistarlega módernisma" í ís- lenskum bókmenntum. En í stað þess að leita að „mynd nútímamannsins" í þess- um sögum hefði verið miklu forvitni- legra ef reynt hefði verið að marka þeim stað í menningarumræðu og bók- menntum síns tíma. Ritgerðin markast sennilega af því að vera í upphafi hluti af yfirgripsmeira verki með öðrum áherslupunktum. Höf- undur þenur sig þar af leiðandi yfir stærra svið en ella, bókmenntasögu- kaflar eru heldur alhæfingarkenndir og stundum er eins og höfundur hafi ekki hemil á lærdómi sínum. Framsetning mætti vera skipulegri og styttri á stöku stað (sjá t.d. tvítekna umfjöllun um smásöguna Ekkjumabur, bls. 104—6 og 151-3). Höfundur einblínir ekki á „kreppu- sögurnar" einar, þannig er ágætur kafli um Drenginn í bókarlok. Hins vegar hefði verið fengur að því ef hann hefði, í kjölfar svo prýðilegrar greiningar á skáldsögum þessa tímabils, fjallað nánar um breytingar á lífsskoðun og hug- myndaheimi sagna Gunnars Gunnars- sonar eftir 1920. I lok ritgerðarinnar eru kreppusög- urnar þrjár hnyttilega nefndar „einka- styrjöld rithöfundarins við sjálfan sig og almættið" (165). Þegar sú styrjöld hafði verið háð og valurinn ruddur lá leiðin greið í önnur stríð, í hvert stórvirkið af öðru. Hugmyndaheimur þeirra sagna hefur ekki verið kannaður til neinnar hlítar, og eins er löngu tímabært að gera hugmyndasögulega könnun á sögu- legum skáldsögum Gunnars Gunnars- sonar. Vonandi lætur Matthías Viðar Sæmundsson ekki hér við sitja. Þorleifur Hauksson 472
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.