Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 7
Frá útgáfunni Bækur að vori Þegar þetta annað hefti kemur út verða nokkrar af vorbókum Máls og menning- ar komnar út, og aðrar væntanlegar. Um er að ræða barnabækur, ljóðabækur og handbækur, og það er von okkar að félagsmenn taki þeim vel þótt árstíminn sé óvenjulegur. Tvær barnabækur eru þegar komnar út. Andrés Indriðason hefur verið einn vinsælasti unglingabókahöfundur landsins undanfarin ár, en bókin sem hann sendir frá sér nú er fyrir yngri börn og heitir Elsku barn! Skemmtileg bók fyrir krakka sem komnir eru á sögualdurinn, myndskreytt af Brian Pilkington. Elsku barn! var sumargjöf Máls og menningar og fylgdi henni sígild barnasaga, Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren í þýðingu Heimis Pálssonar. Sú bók kom fyrst út 1977 og seldist þá upp á nokkrum vikum. Núna er hún endurútgefin sem BARNAUGLA rétt einsog Bródir minn Ijónshjarta fyrir síðustu jól. Ekki trúum við öðru en að ódýrum kiljum verði líka vel tekið á öðrum árstímum. Þá eru nýútkomnar tvær ljóðabækur svipaðar þeim sem Mál og menning hefur gefið út að vorlagi undanfarin ár. Þær eru eftir tvö ung ljóðskáld, þá Gyrði Elíasson og Sigfús Bjartmarsson, en báðir hafa sent frá sér ljóðabækur áður. Bók Gyrðis nefnist Eins konar höfublausn en bók Sigfúsar Hlýja skugganna og eru þær mjög ólíkar bæði hvað varðar viðfangsefni og ljóðmál. Forvitnilegar bækur fyrir alla ljóðaunnendur. Loks er von á tveimur handbókum. Annars vegar er rit í nýjum flokki blómabóka. Það er um kaktusa og segir í stuttu og skýru máli, með hjálp teikninga og litmynda, frá 156 kaktusum sem algengir eru í heimahúsum. Þýðandi er Alfheiður Kjartansdóttir, en ritstjóri hins nýja flokks er Hafsteinn Hafliðason. Hugmyndin er að fólk geti orðið áskrifendur að flokknum í heild og sparað sér með því stórfé, en stakar bækur verða líka til sölu í búðum. I samvinnu við tækninefnd Knattspyrnusambands Islands mun Mál og menning snemmsumars senda frá sér bók um það sem þá er efst á baugi hjá ótal ungmennum: fótbolta! Þetta er knattspyrnuskóli þar sem ungum strákum og stelpum er kennd knattmeðferð, sóknarleikur og tækni. Bókinni fylgir mynd- band, þar sem æfingarnar eru sýndar, en auk þess eru á myndbandinu klippur úr góðum leikjum og viðtöl við íslenska knattspyrnumenn. Skólinn er hollenskur að stofni og fer nú sigurför um Evrópu. Sigurður Svavarsson hefur þýtt og staðfært verkið. 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.