Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 11
Trönurnar fljúga symbólismans. í skrifum sínum veltir hann mikið fyrir sér bókinni og bókarforminu og sambandi þess við skáldverkið. Ljóð hans Un coup de dés var hannað sérstaklega fyrir bókarformið og sett upp með misstóru letri, orðunum skipað á síðurnar á nýstárlegan og algerlega óhefðbundinn hátt. Það var þó ekki hugmynd Mallarmés um bókarformið sem slíkt sem hafði áhrif á yngri ljóðskáld, heldur tilraunir hans með leturgerðir og uppsetn- ingu. Marinetti og ítölsku fútúristarnir eiga Mallarmé að þakka form sitt „parole in libertá“ og franska skáldið Guillaume Appollinaire og dadaistinn Kurt Schwitters notuðu nýstárlega uppsetningu ljóða sinna í sjónrænum tilgangi. Appollinaire bjó til myndir með textanum, en Schwitters vann einnig meó hljóð og bjó til frumsonnettur sem hann kallaði og eru frægar að endemum. Á þessum tíma höfðu skáldin eða myndlistarmennirnir hinsveg- ar lítil bein afskipti af bókarforminu sem slíku, þó að gefin væru út ósköpin öll af yfirlýsingum og stefnuskrárpésum, dreifiritum ýmisskonar og mynd- listarmenn hafi ekki legið á liði sínu við að myndskreyta þessi rit. Á sjötta og þó einkum sjöunda áratugnum tóku myndlistarmenn hins vegar að gefa bókinni meiri gaum og nota hana sem sjálfstæðan listmiðil. Margir þættir stuðluðu að þessari þróun. Má þar nefna framfarir í prent- tækni, aukinn fjölda vasabrotsbóka og listaverkabóka ýmisskonar. Mestu skipti þó að þarna var á ferðinni ný tegund af listmiðlun: eftirprentanir í lit og útskýringar á verkum og listasögu, hvort tveggja í handhægu formi sem færði listina út fyrir sýningarsalina og nær almenningi og höfðaði til breiðari hóps en áður. En það var ekki eingöngu möguleikinn á að dreifa eftirprent- unum af verkum og útlistunum á innihaldi þeirra sem höfðaði til myndlist- armanna, heldur möguleikinn á að nota bókina sem sjálfstæðan listmiðil. Greina má nokkra þætti sem mótuðu þessa afstöðu. I fyrsta lagi má nefna almenna viðleitni listamanna á þessum árum til þess að sniðganga hefðbundnar listgreinar eða að minnsta kosti breyta þeim og útfæra í leit að nýjum tjáningarformum og nýrri tækni við listsköpun. Verkin voru gjarnan hugsuð og síðan flutt eins og tónverk eða leikverk, hvort heldur í hlut áttu uppákomur, viðburðir eða gjörningar. Slík verk var ókleift að sýna á venjulegum sýningum, en listamenn tóku ljósmyndir af flutningi þeirra eða skráðu heimildir um þau á annan hátt. Heimildunum var oft safnað saman í bækur sem gegndu þá tvennskonar hlutverki, bæði sem heimildir um verkin og eins sem kynning á þeim. Jafnframt unnu myndlistarmenn mikið með texta og ljósmyndir og lá beint við að koma slíkum verkum á framfæri í bókum og tímaritum. A þennan hátt komust listamenn hjá því að verk þeirra yrðu einstök og bundin einum, ákveðnum stað: verkin mátti flytja eða fjölfalda eins oft og í eins stóru upplagi og þurfa þótti. Þar með breyttist dreifing listarinnar verulega. 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.