Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 12
Tímarit Mdls og menningar Samfara leit að öðrum tjáningarformum og öðrum aðferðum við list- sköpun fengust margir listamenn við að skilgreina hver mörk listgreina væru, og hvað gerði það að verkum að sami hluturinn gat verið listaverk á einum stað en ekki öðrum. Innblásturinn sóttu menn meðal annars til ready-made verka Marcels Duchamp. Hluti þessara rannsókna fólst í því að taka sýningarrýmið til meðferðar og vinna með það fremur en með afmark- aðan myndflöt. Með því að líta á sýninguna sem verk tóku menn að gefa gaum að heild sýningarrýmisins og notfæra sér það við gerð verkanna. Upp úr því spruttu svokallaðar „innsetningar“ (installations) þar sem verkunum er komið fyrir í ákveðnu sýningarrými og hugsuð fyrir það sérstaklega. Aðrir víkkuðu sýningarsalinn út og Art-Language menn lýstu því yfir að á mánudögum yrði Oxford skoðuð sem sýningarsalur; kölluðu það mánu- dagssýninguna. Enn aðrir smækkuðu sýningarsalinn niður í eina blaðsíðu eða bók og tóku að vinna með það sem sérstakt sýningarrými, oft fyrir hugsaða skúlptúra eða hugmyndlist af öðru tagi. Bókin sameinaði marga kosti sem aðrir tilraunamiðlar bjuggu yfir: hún var handhæg í meðförum, tiltölulega ódýr í framleiðslu, henni mátti dreifa hvert sem var í pósti og prenta hana í eins mörgum eintökum og hentugast var; en ekki síst var hún ákjósanlegur vettvangur eða sýningarsalur fyrir verk af því tagi sem mynd- listarmenn voru yfirleitt að fást við á þessum árum. Sumir myndlistarmenn notuðu bókina ekki eingöngu sem vettvang, heldur tóku að notfæra sér bókarformið við gerð verka sinna, miða við það og vinna með það, á svipaðan hátt og Mallarmé hafði hugsað sér. A þessum tíma var líka mikið um það að menn reyndu að skilgreina og sundurgreina listina og listaverkin, eðli þeirra og hlutverk: slíkar skilgreiningar eru raunar einkenni hinnar eiginlegu hugmyndlistar (conceptual art). Spurningar eins og Hvað er bók? og Hvað gerir bók að bók? og Hvaða eiginleikum býr bókin yfir sem nota mætti í listrænum tilgangi? voru meðal þeirra sem bjuggu að baki slíkum verkum. Grunnhugmyndin er sú að bókarformið sé nauðsynlegur hluti verksins, það er að segja að bókin er verkið en flytur ekki mynd af verkinu eða upplýsingar um það og þar fram eftir götunum. Oft var prenttæknin notuð á sérstakan hátt við framleiðslu verksins og verkið sem slíkt ekki til fyrr en bókin var fullprentuð og frágengin. Hin eiginlega bók-list var komin til skjalanna. Myndlistarmenn gerðu nú bækur til þess að fletta, bækur til þess að rífa, götóttar bækur, ilmandi bækur, þríhyrndar, kringlóttar, samanbrotnar bækur og svona mætti lengi telja. Tveir eru þeir eiginleikar bókarformsins sem myndlistarmenn hafa eink- um stuðst við og mynda þeir það sem kalla mætti tvíeðli bókarinnar. Þeir eru annarsvegar bókin sem hlutur, hinsvegar bókin sem boðmiðill. Milli þessara tveggja þátta vega bækurnar einatt salt: sumir leggja megináherslu á 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.