Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 14
Tímarit Máls og menningar manna. Hann sá um umbrotið á einu hefti Birtings með þeim afleiðingum að fjöldi áskrifenda mun hafa sagt tímaritinu upp og ritstjórn lá við klofningi.3 Utgáfufyrirtækið Forlag ed stofnaði hann ásamt Einari Braga og það gaf út ljóðrenninginn I hökli úr snjó sem hlaut svipaðar viðtökur og Birtingsheftið. Dieter vann fyrir sér sem hönnuður og starfaði um skeið með Magnúsi Pálssyni og þá opnuðu þeir búðina Kúluna að Bergstaðastræti og höfðu þar til sölu ýmisskonar muni, þar á meðal húsgögn, veggfóður og bækur Dieters. Dieter hafði nokkur sambönd við erlenda framúrstefnulista- menn sem margir tengdust Fluxus hreyfingunni svonefndu. Segja má að þessum straumi hafi Dieter smám saman veitt inn í íslenskt listalíf og áhrif hans á íslenska samtímalist eru því gífurleg, bæði bein og óbein. Bæði Súmmarar og yngri menn hafa notið góðs þar af. „An Dieters hefði þetta kannski allt saman farið fram hjá okkur,“ hefur Magnús Pálsson sagt.4 Hvað sem því líður þá er ljóst að vegna þessara áhrifa er íslenskt listalíf, eða að minnsta kosti hluti þess, í beinum tengslum við hræringar í evrópskri list og íslensk listsköpun fer fram samtímis og í sama heildarumhverfi og aðrar evrópskar listastefnur á þessu tímabili, 1965 — 1980. Þessu til stuðnings má vísa til Súm sýninganna 1969 og 1972 þar sem fjöldi erlendra listamanna sýndi verk sín við hlið íslenskra starfsbræðra sinna. I bókagerð sinni hefur Dieter Roth komið víða við, leitað fanga á ólíkustu miðum og beitt fjölbreytilegustu aðferðum. Fyrstu bækur hans voru gefnar út í Reykjavík og voru ekki teiknaðar eða málaðar, heldur klipptar og skornar í litpappír og eru eins konar optísk abstraktverk þar sem hver blaðsíða grípur inn í aðra þegar bókinni er flett. Flettanleiki bókarinnar er því höfuðatriði í gerð þessara verka. Fyrsta bókin af þessu tagi nefndist réttilega Barnabók, enda er ekki óalgengt að göt séu gerð í síðurnar á barna- bókum og leikið sé með ýmislegt óvænt sem af því kann að leiða. I öðrum bókum frá þessu skeiði stendur Dieter nær konkret ljóðlistinni og notar bókstafi og leturgerðir sem uppistöðu í verkin og blandar stundum saman þessum tveimur aðferðum, skurði og bókstöfum, í sömu bókinni. Um 1960 tekur Dieter upp aðrar aðferðir við bókagerð og nálgast m. a. í þeim ready-made hugmyndina. Nú leggur hann megináherslu á aðra eigin- leika bóka, svo sem þykkt, stærð og síðufjölda. Aðferðin fólst einfaldlega í því að taka bunka af reykvískum dagblöðum, skera hann í ferning af hentugri stærð og binda inn. Þekktust þessara bóka er Bók 3a sem út kom 1961. Tilbrigði við sama stef eru míkróbækurnar svonefndu, en hin fyrsta þeirra, Daily Mirror book, var búin til með því að skera 2x2 cm úr bunka af dagblaðinu The Daily Mirror og binda inn. Þessar bækur standa því mitt á milli handunninna skúlptúrbóka og venjulegra fjöldaframleiddra bóka. En Dieter Roth hefur einnig notað hefðbundið prentverk með ýmsum 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.