Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 19
Trönurnar fljúga eitt bókverk og sumir fleiri, en hæst ber þó nafn Kristjáns Guðmundssonar í þessum efnum. Fyrsta bókin sem hann gaf út var Punktar úr Ijódum Halldórs Laxness, frá 1972. Hugmyndin að baki þeirri bók er að búa til minimal ljóðabók, það er að segja að komast af með minnsta hugsanlega efni sem nægir til að búa til ljóðabók. Aðferð Kristjáns var að stækka upp þögnina á eftir ljóðlínunum. I því skyni tók hann myndir af þrem punktum úr ljóðum eftir Halldór Laxness og stækkaði þá upp þannig að hver um sig tók yfir eina blaðsíðu. Punktarnir tákna þögnina stækkaða upp og bókin hefur því að geyma þrjú minimal ljóð. í annarri bók lætur Kristján efni ög inntak vegast á, það er í Circles frá 1973. I henni eru þrjár ljósmyndir, hver á sinni opnu, af hringjum á vatnsborði. Blöðin sem myndirnar eru prentaðar á eru jafnþung steininum sem kastað var út í vatnið og síður bókarinnar þykkjast því í hlutfalli við þyngd steinanna sem mynduðu hina þrjá mismunandi hringi. Af þessum bókum má sjá að verk Kristjáns eru mjög lýrísk að inntaki en jafnframt ekki laus við vissa glettni. I síðari verkum hefur Kristján einkum fengist við tengsl tíma og bókar. Þekktasta verk hans á þessu sviði er Once around the sun, sem gefin var út í tveim bindum 1975—1976. Fyrra bindið hefur að geyma punkta og eru punktarnir jafnmargir þeim sekúndum sem jörðin er að fara einn hring um- hverfis sólu. I síðara bindinu eru línur og er lengd þeirra samanlögð sú vegalengd sem jörðin fer á einni sekúndu, þ. e. einum punkti, á leið sinni umhverfis sólu. Verkið er þannig hlutgerving tímans, birting hins ósýnilega á sama hátt og tómarúmsverk Magnúsar Pálssonar eða Punktarnir úr ljóðum Halldórs Laxness. I nýjustu bók sinni, The Longest Night in Venice, 1982, heldur Kristján áfram á sömu braut. Hver lína í bókinni er dregin á þerripappír og samsvarar einni mínútu. Línurnar eru síðan jafnmargar mín- útunum í lengstu nóttinni í Feneyjum. Þetta verk var sýnt á Feneyjabienn- alnum 1982. Það er ljóst af framansögðu að verk Magnúsar Pálssonar og Kristjáns Guðmundssonar verða ekki skilin til fulls án tillits til þeirrar hugsunar sem að baki þeim býr. Að þessu leyti mega verk þeirra teljast til hugmyndlistar, en það er þó vert að benda á að viðfangsefni þeirra er ekki listin sem slík eins og harðlínumenn í hugmyndlist kröfðust, heldur er einkenni verka þeirra ljóðræn hugsun sem listhluturinn geymir og kemur á framfæri ef vel er að gáð. Að þessu leyti skera þeir sig úr þegar þeir eru bornir saman við erlenda hugmyndlistarmenn marga hverja og þessi einkenni á íslenskri hugmyndlist má sjá þróast áfram hjá yngri listamönnum. TMM 11 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.