Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 20
Tímarit Máls og menningar III Árið 1975 hóf Magnús Pálsson kennslu við Myndlista- og handíðaskóla Islands að boði þáverandi skólastjóra, Hildar Hákonardóttur, og var stofn- uð við skólann ný deild sem þá nefndist „Deild í mótun“ og síðar „Ný listadeild“ eða Nýlistadeild í daglegu tali, og hefur sú nafngift fest við list af því tagi sem þar var stunduð. I þessari deild var lögð áhersla á allar nýjar hliðargreinar hefðbundinnar myndlistar sem þá tíðkuðust, gjörninga (per- formansa), viðburði (eventa), hlutfeldi (multiples) og þar með bækur og bókagerð. Kennarar í deildinni voru fengnir víða að og kenndu gjarnan eina önn hver og yfirleitt þá listgrein sem þeir voru þekktastir fyrir. Meðal slíkra má nefna Sigurð Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Dieter Roth, Robert Filliou, Hermann Nitsch og Ulises Carrión, svo nokkrir séu nefndir.5 Andrúmsloftið í deildinni má nokkuð ráða af gjörningi sem framkvæmdur var í Suðurgötu 7 og unninn sem verk fyrir Gallerí Tösku. Við opnun sýningar tók Magnús Pálsson skyndimynd af opnunargestum við komuna og lét þá reka út úr sér tunguna á meðan. Síðan voru myndirnar límdar af handahófi á botn og lok töskunnar þannig að þegar henni var lokað var það tilviljun undirorpið hver ullaði framan í hvern. Tengsl þessa verks við bókagerð eins og í sýningarskrá Súm 1972 þarf vart að árétta. Meginatriðin úr kennslu Magnúsar í bókagerð hafa birst í bókinni Bók um bók og fleira sem kom út að lokinni bókagerðarönn hans í Myndlista- og handíðaskólanum 1979—1980, og á snældunni Kennsla: Geggjaðasta listgreinin sem gefin var út í tengslum við sýningu hans í Nýlistasafninu á Listahátíð 1984. Kennsla Magnúsar í bókagerð fólst einkum í skipulegri könnun á bókinni, bókarforminu sem slíku, og möguleikum hennar til list- sköpunar. I Bók um bók er meðal annars að finna eftirfarandi skilgreiningar á efnisþáttum bókarinnar: „Kjölur er hverfiás sem heldur saman síðum. Síða er hreyfanlegur flötur. Upplýsingar eru vitneskja sem hlutur gefur um annað en sitt eigið form, ástand eða eðli. Flettanleiki. Flytjanleiki er að færa hlut úr stað án þess að losa hann í sundur.“6 Þessar skilgreiningar mynduðu grunninn að heilmikilli krossakönnun þar sem kannað var hvort aðrir hlutir hefðu einhvern eða alla þessa eiginleika bókarformsins til að bera. Magnús reyndi iðulega að beina slíkum rannsóknum í ákveðinn farveg listsköpunar og í því skyni gerði hann nokkrar bækur með nemendum sínum, þeirra á meðal í hálu grasinu ánamöðkunum og leðjunni, ég fer upp með kassann, 1977, og HuGlundur (sem er þýðing á orðinu „kitsch") frá 1979. Einnig er rétt að nefna hlutfeldið Ranímosk (það er gott og gilt íslenskt orð og merkir „skran, samsafn af lítilsverðum hlutum“ samkvæmt Orðabók Menningar- sjóðs). Ranímosk er kassi, 50x40X25 cm og í honum eru ýmisskonar 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.