Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 22
Tímarit Máls og menningar
ætluð eru til sýningar og öfugt. Jafnframt er yfirleitt um að ræða svipuð við-
fangsefni í myndum og bókum og bóklistin þannig hluti af sköpunarstarfi
listamannanna. Þannig eru til dæmis bækur Helga Friðjónssonar fullar af
sömu ertni og myndir hans eru orðnar alræmdar fyrir, þar sem ýmiss konar
mannverur og kynjaverur er að finna í mismunandi vandræðalegum að-
stæðum og bókverk hans eru einatt byggð upp á svipaðan hátt og aðrar
myndir hans. Helgi hefur einnig mikið notað texta, einkum í fyrri bókum,
og jafnvel skrifað heilu sögurnar, bæði með tilvísun til teiknimyndasagna og
skáldsagna.
Bækur sumra myndlistarmanna eru tíðum tengdar innsetningum (installa-
tions) og setja þær fram í bókarformi eða eru fylgirit með þeim eins og
sýningarskrár. Þannig er til dæmis um nokkur verk Ingólfs Arnarssonar, en
hann notar annaðhvort texta eða myndir í bókum sínum en blandar þessu
tvennu ekki saman eins og til að mynda Helgi gerir. Textinn vísar þá til
myndrænnar hugsunar eins og til dæmis í Sviðsmyndum sex ævintýra. Þær
bækur sem ekki hafa að geyma texta eru þá yfirleitt án titils. Sem dæmi um
slíka bók má nefna þá sem mætti ef til vill kallast „Yfirlýsing" en á kápu
hennar gefur að líta daufa mynd af sólinni og síðan eru teikningarnar í bók-
inni unnar á stensil á þann hátt að aðeins sterkustu drættir þeirra ná að
prentast og útkoman verður eins konar yfirlýst mynd af því sem teiknað
var. Prentunin breytir þannig innihaldi verksins og birtir það undir sjónar-
horni sem kynni jafnvel að koma höfundinum á óvart. Slíkt samspil
áætlunar og tilviljunar hefur náð nokkrum vinsældum meðal yngri manna.
Eggert Pétursson sem hefur einna mest unnið með ljósmyndatækni tekur
gjarnan myndir af náttúrufyrirbærum sem eru síðan framkallaðar þannig að
yfir þær breiðist eins konar hula svo að myndin verður að einhverju öðru en
því sem hún er tekin af. Þessi aðferð gerir það að verkum að birtan í
myndunum virðist koma innan að, frá hlutunum sjálfum. Svipuð hugðar-
efni eru einnig á ferðinni í málverkum Eggerts, þar sem strigaflöturinn er
hulinn málningu sem síðan birtir eitthvað annað en hana sjálfa. Víxlverkan
bókar og sýningar er auðsæ í verkum Eggerts.
Töluvert er um það að fleiri en einn listamaður vinni að sömu bókinni.
Ymist er þá að hver hefur sína opnu eins og í sýningarskrám eða þá að öll
bókin er unnin í samvinnu tveggja eða fleiri listamanna. Nýjasta dæmið um
slíka samvinnu er „sýningarskráin“ fyrir samsýningu nokkurra íslenskra
listamanna í Basel í Sviss, Treffen im Gebirge (Stefnumót á fjöllum) 1984.
Þátttakendur komu hver með sitt framlag, blaðsíður sem voru mismunandi
ekki aðeins að myndefni heldur einnig að stærð og gerð og voru síðan
bundnar inn. Framlög listamannanna réðu þannig stærð og gerð bókarinnar
en ekki öfugt. En það er líka til að einstakir listamenn vinni beinlínis með
156