Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar pretatione) og útlegging hans á inngangi Porfýríusar að rökfræði Aristó- telesar sem áður er getið. Þessi rit höfðu mikil áhrif en á tiltölulega afmörk- uðu sviði. Heimspeki og náttúrufræði Aristótelesar í heild voru mönnum ókunnar. A 12. og einkum á 13. öld taka svo önnur rit Aristótelesar að berast til Vesturlanda frá aröbum. Heilagur Tómas af Akvínó — dómínikani hvers jarðnesku leifum Abbon ábóti er sagður hafa „dröslað niður einn hringstiga" og orðið frægur af — studdist öllum mönnum meira við heimspeki Aristótelesar, og það er að fordæmi hans — eins og Jorge segir réttilega — að Aristóteles var kallaður „heimspekingurinn“ á hámiðöldum (434). Fyrst farið er að nefna innreið rita heimspekingsins til Vesturlanda, má geta þess að ég hef engar heimildir fundið um að önnur bók Skáld- skaparlistar hans, sem svo mjög kemur við sögu í Nafni Rósarinnar, hafi verið til á miðöldum. En líklegt má að sönnu telja að glatast hafi úr þessu riti Aristótelesar ítarleg greinargerð fyrir skopleiknum.9 Aðrir merkir undanfarar Ockhams, svo sem reglubræður hans heilagur Bonaventura (1221 — 1274), sem nefndur er nokkrum sinnum á nafn í Nafni rósarinnar, og Duns Scotus (1265? —1308), sem af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki nefndur, treystu þó áfram á platónskar hugmyndir auk ari- stótelískra. En þrátt fyrir ýmsan ágreining voru skólaspekingar fyrir daga Ockhams sammála um að vísindin og heimspekin styðji trúna. Þeir töldu að sumar setningar trúarinnar mætti styðja skynsamlegum rökum. Tómas áleit til dæmis að sanna mætti tilvist Guðs, þótt eðli guðdómsins og ýmislegt annað er hann varðar sé hinum takmarkaða mannlega skilningi ofvaxið. Það er þessi trú skólaspekinganna á mátt skynseminnar og áhugi þeirra á grískum náttúrufræðum sem fer fyrir brjóstið á Jorge gamla: „Aður mænd- um við til himins," segir hann, „og afgreiddum gryfju efnisins með döpru augnaráði, nú mænum við á jörðina og trúum á himininn út frá vitnisburði af jörðu. Sérhvert orð frá heimspekingnum, sem bæði heilagir menn og kirkjuhöfðingjar sverja nú við, það hefur haft endaskipti á heimsmyndinni.“ (442) Hér hefur Jorge meðal annars í huga þá tómísku og aristótelísku skoðun að uppspretta allrar þekkingar sé í skynjun á efnislegum hlutum og að skilningur okkar á hinu efnislega svo sem englum og Guði sjálfum, að svo miklu leyti sem hann er okkur tiltækur, sé fenginn með eins konar samanburði við efnislega hluti: annað hvort hugsar maður í burtu (negatio) einhverja eiginleika þeirra og segir sem svo að hinir óefnislegu hlutir séu eins og þeir efnislegu nema hvað þeir hafi ekki þetta eða hitt til að bera, eða þá að hið óefnislega er hugsað með líkingu (analogia) við hið efnislega. I báðum tilfellum er skilningur hins efnislega nauðsynleg forsenda skilnings á hinu. Jorge er jafn illa við hvort tveggja, náttúrlega skynsemi á sviði guðfræðinnar og náttúrlega forvitni um fyrirbæri þessa heims. Hvort 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.