Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 50
Gubbergur Bergsson Brúðan Brot úr dögum byltingarinnar í Portúgal árið 1975 10. júní. Gömul kona týnir buddunni sinni Eg sat í lestinni til Estoril og hún fylltist smám saman, enda er 10. júní í dag, Dagur Portúgals, almenn hátíð og frí frá vinnu og reyndar byltingunni líka, þjóðhátíð landsins og dagur Camoes skálds. Sólin skein og fólk flykktist úr borginni út að ströndinni til að sleikja sólskinið og baða sig i köldum sjónum. Eg sat einn á bekk og var að lesa smásögur Machado de Assis (brasilísks skálds) og þá settist hjá mér eldri kona með handtösku. Lestin var ekki enn lögð af stað frá Cais de Sodré. Félagi hennar, gömul kona, kom til hennar og bað hana að geyma fyrir sig plastpoka í töskunni. Með því að ekki var lengur sæti fyrir báðar settist sú eldri, sem var örlítið skeggjuð undir hökunni, á bekk fjarri okkur. En nú fór hún aftar í lestina til að gæta að sætum fyrir báðar. Meðan það gerðist höfðu hjón með börn fyllt sæti hennar, með talsverðum troðningi, og þegar gamla konan kom aftur hafði hún ekki fundið sæti, sætið hafði verið tekið frá henni, og í þokkabót hafði hún týnt buddunni sinni. I fyrstu fór hún til vinkonu sinnar og spurði hvort hún geymdi budduna, svo var ekki, og þá fór hún að fyrra sæti sínu og spurði fólkið eftir buddunni. Enginn hafði fundið hana. Nú fóru allir að leita eða svipast um og þykjast leita, og hjónin sögðu að ef hún hefði týnt buddunni í sætinu þá hefðu þau fundið hana og ekki sest, en ef hún ætlaði að nota tapið til að komast í sætið fengi hún það ekki. Við vitum ekki hvort þú hefur setið hér, sagði maðurinn og konan hans kvaðst þekkja þvílík brögð, hún fengi ekki sætið. Þessu fylgdi talsverður kveðandi um kerlingar sem væru með hvers kyns brögð í lestinni til Estoril. „Eins og þú sjáir ekki að ég sit undir tveimur börnum,“ sagði konan. X 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.