Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Blaðsíða 51
Brtíðan Gamla konan kraup hins vegar á gólfið og svipaðist um og leitaði milli fóta fólksins með fálmandi hendi, eins og hún stryki ósýnilegt kusk. Hún hefur því ekki séð vel, því slík handahreyfing er algeng hjá sjóndöprum gömlum konum. Yngri konurnar krosslögðu fæturna og kipptu í pilsin. Þegar hún stóð upp var hún enn að leita og „vagninn" hafði fengið áhuga á málinu. Auðsætt var á hreyfingunni sem komst á að grunur féll á alla en þó einkum á hjónin með börnin, sætaræningj- ana. Svona er fólk, sagði gamla konan. Eg leita ekki vegna peninganna heldur farmiðans í buddunni. Lestin hafði lagt af stað og þungar sektir við að ferðast miðalaus. Nú rauk eiginkonan upp og hristi sig alla og það svo rækilega að ef hún hefði fundið budduna og stungið henni á sig hlyti hún að hendast af henni við hristinginn eða hrynja til að mynda úr buxunum hennar á gólfið. Osköpin urðu til þess að meiri grunur féll á konuna, manninn og börnin sem fóru líka að hrista sig, en maðurinn sat kyrr; og litla dóttirin fletti meira að segja upp um sig. Farþegarnir urðu hálf hneykslaðir og álitu fólkið ekki aðeins vera þjófahyski heldur líka fram úr hófi ósómakært, því að litla stúlkan sneri sér í hring og sýndi buxurnar með sakleysissvip á andlitinu. Eiginkonan skynjaði andúð farþeganna næða um sig og æstist um allan helming og fór að segja að telpan væri ekki alin upp í því að fletta upp um sig framan í fólk, þessi telpa hefur aldrei flett upp um sig fyrr en nú, sagði konan og síðan trylltist hún í garð kerlingarinnar vegna buddutapsins því það hafði orsakað það að sakleysi barnsins væri túlkað sem flennu- læti og ósómi á almannafæri. Maðurinn fór að reyna að hemja hana. Þá kvaðst konan reyndar hafa fundið buddu. Nú-nú, sögðu nokkrar konur og renndu augunum sitt á hvað afar undirleitar. Já, en ekki núna, bætti konan við. Eg fann buddu í lestinni í fyrradag og skilaði henni. Gamla konan var nú orðin rauð í framan og yppti öxlum til merkis um að fólk væri þannig og enginn þyrfti að segja sér neitt um manneðlið. En eiginkonan heimtaði að lögreglan yrði sótt og hún sett í málið, svo hún gæti skorið úr um þjófnaðinn og leitað á fjölskyldunni. Fjölskyldan stóð upp reiðubúin að láta leita á sér hátt og lágt en lestin komin á hraða ferð og engin leið að sækja lögregluna. TMM IV 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.