Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 53
Brúðan enginn hafði lengur áhuga á lykt og sannleikanum. Farþegarnir höfðu verið sárlega móðgaðir, sómi og tilfinningar þeirra og réttlætis- kennd á byltingartíð. Eiginkonan ætlaði að tryllast. Allir voru orðnir sannfærðir um að í vagninum væru leifarnar af afturhaldinu í líki kerlingarinnar með budduna. En þá var miðavörðurinn kominn að gömlu konunum. Hann klippti ekki strax af miðunum. Hann fór sér hægt og hin milda portúgalska mannúð skein úr svip hans, hæg og einhvern veginn eins og hafið. Hann stóð fyrir framan gömlu kon- urnar og klippti af miðunum í sömu mund og lestin rann inn á stöð. Hann leit á konurnar og þær stóðu upp fyrir augnaráði hans og fóru út. Þannig fór hin skeggjaða kona út úr lestinni við lítinn orðstír á rangri stöð, en farþegarnir héldu áfram með réttlætiskennd sína í lestinni til Estoril, með allt flett niður um sig eftir að hafa flett ofan af kerlingunni. 11. júní. Óður maður Eg fór upp að garðinum fyrir enda Avenida da Liberdade, við Pombaltorgið, því að þar er nú haldin bókahátíð og ég þurfti að kaupa mér nokkrar bækur. Þær eru ódýrari á bókahátíðinni en í bókabúðum. Eg hafði reikað milli allra söluskálanna og var kominn niður garðinn í hallanum þegar maður með mikið og það sem er kallað úlfgrátt hár hóf upp raust sína, hjá konunum sem eru þarna alltaf að selja útsaumaða dúka, og beindi orðum sínum að bókabéus- unum og sagði: Haldið ekki að ég sé doido (geggjaður) heldur er ég í leyniþjónustu föður míns sem er kommúnistaflokkurinn. Mér finnst sjálfsagt að upplýsa ykkur, blindu bókabéusar, og segja. . . Nú laut hann niður að jörð, sópaði hana með hárinu og teygði handleggina fram og krækti saman liprum fingrum, með sérstökum hætti sem ég bar ekkert skynbragð á og þekkti ekki dulda merkingu táknsins. Því næst reisti hann sig og hóf hróp á ný: I merki okkar, hamri og sigð, ætti ekki að vera neinn hamar heldur sigðin ein, hún er konan, vegna þess að hamarinn er hann faðir minn. 187
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.