Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 53
Brúðan
enginn hafði lengur áhuga á lykt og sannleikanum. Farþegarnir
höfðu verið sárlega móðgaðir, sómi og tilfinningar þeirra og réttlætis-
kennd á byltingartíð. Eiginkonan ætlaði að tryllast. Allir voru orðnir
sannfærðir um að í vagninum væru leifarnar af afturhaldinu í líki
kerlingarinnar með budduna. En þá var miðavörðurinn kominn að
gömlu konunum. Hann klippti ekki strax af miðunum. Hann fór sér
hægt og hin milda portúgalska mannúð skein úr svip hans, hæg og
einhvern veginn eins og hafið. Hann stóð fyrir framan gömlu kon-
urnar og klippti af miðunum í sömu mund og lestin rann inn á stöð.
Hann leit á konurnar og þær stóðu upp fyrir augnaráði hans og fóru
út.
Þannig fór hin skeggjaða kona út úr lestinni við lítinn orðstír á
rangri stöð, en farþegarnir héldu áfram með réttlætiskennd sína í
lestinni til Estoril, með allt flett niður um sig eftir að hafa flett ofan af
kerlingunni.
11. júní.
Óður maður
Eg fór upp að garðinum fyrir enda Avenida da Liberdade, við
Pombaltorgið, því að þar er nú haldin bókahátíð og ég þurfti að
kaupa mér nokkrar bækur. Þær eru ódýrari á bókahátíðinni en í
bókabúðum. Eg hafði reikað milli allra söluskálanna og var kominn
niður garðinn í hallanum þegar maður með mikið og það sem er
kallað úlfgrátt hár hóf upp raust sína, hjá konunum sem eru þarna
alltaf að selja útsaumaða dúka, og beindi orðum sínum að bókabéus-
unum og sagði:
Haldið ekki að ég sé doido (geggjaður) heldur er ég í leyniþjónustu
föður míns sem er kommúnistaflokkurinn. Mér finnst sjálfsagt að
upplýsa ykkur, blindu bókabéusar, og segja. . . Nú laut hann niður
að jörð, sópaði hana með hárinu og teygði handleggina fram og
krækti saman liprum fingrum, með sérstökum hætti sem ég bar
ekkert skynbragð á og þekkti ekki dulda merkingu táknsins. Því næst
reisti hann sig og hóf hróp á ný:
I merki okkar, hamri og sigð, ætti ekki að vera neinn hamar heldur
sigðin ein, hún er konan, vegna þess að hamarinn er hann faðir minn.
187