Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 54
Tímarit Mdls og menningar Og ég er í leyniþjónustu hans, sem er hamarinn og flokkurinn. En haldið ekki að ég sé doido. Nú laut hann aftur að jörðu og krækti vinstri vísifingri þannig að hann myndaði sigð, en lagði hinn vísifingurinn inn í sigðina og hann var þá tákn hamarsins. Þannig hamrar hamarinn með hausnum á sér á hausum annarra, hélt maðurinn með úlfgráa hárið áfram. Þess vegna á enginn hamar að vera í merkinu, hvorki hann faðir minn né flokkurinn. Og þá hamraði ekki svona í höfðinu á mér. Svo fórnaði o doido upp höndunum í skelfingu og hljóp burt. 12. júní Lykt af dauda I dag baðaði ég mig í sjónum í I storil þótt hann væri enn kaldur. Liðið var á morguninn og ég var .1 sundi úti í köldum sjónum þegar ég tók eftir mannsöfnuði á ströndinni. Fólk þyrptist um eitthvað. Það þyrpist reyndar núna við hvert tækifæri, safnast saman og gónir. I mér er líka meiri þörf fyrir gón hér en annars staðar á öðrum tímum. Þess vegna dreif ég mtg upp úr sjónum til að vera vitni að atburðinum á ströndinni. Mér datt helst í hug að furðufisk hefði rekið á land enda sá ég að eitthvað lá í sandinum og fólkið í innsta kjarna þvögunnar virtist bjástra við það hálfbogið. Að venju voru hinir lágvöxnu á sífelldum þönum og leituðu að smugu til að sjá eða komast að. Stundum réttu þeir hendur upp á herðar þeim næsta og hoppuðu upp með glennt augu, en með heldur litlum árangri. Það er sárt að vera smávaxinn þegar stóratburðir gerast í þvögu. Nú er ég hávaxnari en flestir Portúgalar og gnæfði þess vegna yfir iðandi þvöguna og sá fljótlega að nakinn maður í sundskýlu lá á jörðinni og yfir hann bogruðu nokkrir menn, sem bjástruðu við að vekja hann til lífsins með löðrungum eða því að þrýsta á kvið honum. Allt í einu sló fyrir vit mér megnum þef af dauða sem hafði smeygt sér óvænt niður á ströndina í sólskininu. Þefurinn minnti mig á gustinn úr gröf Ribeiro Santos sem fallið hafði í nafni frelsisins og byltingin gerði að píslarvotti sínum. En þarna var ekki neinn ilmur af blómum og engir rauðir fánar á flugi í golunni eða aðrar grafir og angan af sólbökuðum legsteinum og gráti og kjörorðum. Þetta var X 188
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.