Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 55
Brúðan
einkennileg lykt af sólarolíu, óhreinum líkömum, kynfærum og
þvögu og feitu hári. Hvít froða virtist vella út urn eyra hins deyjandi
manns. Svart hárið klístraðist að hálsinum atað í hvítum fjörusandi.
Andlitið var einkennilega veikbyggt og limirnir líkt og á fugli,
fingurnir kræklóttir. Dauðinn átti auðsæilega þennan líkama. Eg leit
upp og sá einmanalega hvíta skýið á hinum síheiða himni í Estoril. I
sólskininu og hitanum var eins og gysi upp nálykt, ekki bara af
manninum heldur af sólinni og blíðviðrinu og mannþvögunni. Heim-
urinn lyktaði af hinu væntanlega líki.
Maður sem stumrað hafði yfir hinum deyjandi vatt sér snöggt að
fjöldanum með allar æðar þrútnar í andlitinu, afskræmdur af sorg og
reiði.
Gónið ekki! öskraði hann. Þetta er engin bylting. Sækið heldur
strandvörðinn.
En múgurinn lét ekki skipa sér fyrir. Hann var orðinn æstur í
dauðastríðið og vildi ekki missa af neinu. Fólkið þrengdi sér betur
að. Hinn æsti maður greip um fætur mannsins sem hreyfði sig ekki,
og með snöggum rykk sneri hann honum við og lamdi hann bylm-
ingshögg í brjóstið. Þá opnaði líkið augun, alþakið froðu í svarta
hárinu. Hinn ungi maður horfði kyrrum augum á ekkert. I sama
mund komu tveir strandverðir með sjúkrabörur og lögðu hann á þær
og hlupu burt yfir hálfnakta baðgestina og stálu líkinu frá múgnum
sem tvístraðist, og innan skamms iðaði ströndin af lífi á ný.
Hálfum öðrum klukkutíma síðar fór ég heim með lestinni. Eg
lagði ekki leið mína gegnum kaffiskálann heldur á bak við hann, þar
sem bjórkassarnir eru geymdir og ruslið og sorpið frá veitingahúsinu.
Leiðin er styttri og ég var að missa af lestinni. Þá sá ég innan um
draslið hvar strandverðirnir sátu og horfðu yfir blátt hafið með
sjúkrabörurnar sér við hlið, en hinn ungi maður hafði verið skorðað-
ur milli tveggja sorptunna. Hann sat þar tómlátur í sorpinu og var nú
skýlulaus og milli fóta hans var beinharður og óvenjulega mjór tilli.
Maðurinn studdi hendur á hnén og froðan líktist nú klístringi. Það
var engu líkara en hann horfði á sorpið úr öðrum heimi.
Hinn sanni dauði hlýtur að vera þannig, eilífur og ömurlegur,
hugsaði ég og braut heilann um hvers vegna hinum unga manni
bálstæði svona, nýfrelsuðum frá dauða. Var það vegna ástar á lífinu
eða dauðanum?
189