Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 55
Brúðan einkennileg lykt af sólarolíu, óhreinum líkömum, kynfærum og þvögu og feitu hári. Hvít froða virtist vella út urn eyra hins deyjandi manns. Svart hárið klístraðist að hálsinum atað í hvítum fjörusandi. Andlitið var einkennilega veikbyggt og limirnir líkt og á fugli, fingurnir kræklóttir. Dauðinn átti auðsæilega þennan líkama. Eg leit upp og sá einmanalega hvíta skýið á hinum síheiða himni í Estoril. I sólskininu og hitanum var eins og gysi upp nálykt, ekki bara af manninum heldur af sólinni og blíðviðrinu og mannþvögunni. Heim- urinn lyktaði af hinu væntanlega líki. Maður sem stumrað hafði yfir hinum deyjandi vatt sér snöggt að fjöldanum með allar æðar þrútnar í andlitinu, afskræmdur af sorg og reiði. Gónið ekki! öskraði hann. Þetta er engin bylting. Sækið heldur strandvörðinn. En múgurinn lét ekki skipa sér fyrir. Hann var orðinn æstur í dauðastríðið og vildi ekki missa af neinu. Fólkið þrengdi sér betur að. Hinn æsti maður greip um fætur mannsins sem hreyfði sig ekki, og með snöggum rykk sneri hann honum við og lamdi hann bylm- ingshögg í brjóstið. Þá opnaði líkið augun, alþakið froðu í svarta hárinu. Hinn ungi maður horfði kyrrum augum á ekkert. I sama mund komu tveir strandverðir með sjúkrabörur og lögðu hann á þær og hlupu burt yfir hálfnakta baðgestina og stálu líkinu frá múgnum sem tvístraðist, og innan skamms iðaði ströndin af lífi á ný. Hálfum öðrum klukkutíma síðar fór ég heim með lestinni. Eg lagði ekki leið mína gegnum kaffiskálann heldur á bak við hann, þar sem bjórkassarnir eru geymdir og ruslið og sorpið frá veitingahúsinu. Leiðin er styttri og ég var að missa af lestinni. Þá sá ég innan um draslið hvar strandverðirnir sátu og horfðu yfir blátt hafið með sjúkrabörurnar sér við hlið, en hinn ungi maður hafði verið skorðað- ur milli tveggja sorptunna. Hann sat þar tómlátur í sorpinu og var nú skýlulaus og milli fóta hans var beinharður og óvenjulega mjór tilli. Maðurinn studdi hendur á hnén og froðan líktist nú klístringi. Það var engu líkara en hann horfði á sorpið úr öðrum heimi. Hinn sanni dauði hlýtur að vera þannig, eilífur og ömurlegur, hugsaði ég og braut heilann um hvers vegna hinum unga manni bálstæði svona, nýfrelsuðum frá dauða. Var það vegna ástar á lífinu eða dauðanum? 189
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.