Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 56
Tímarit Máls og menningar
Þegar ég kom til Lissabon stytti ég mér leið heim upp hina bröttu
götu Rua Nova do Almada. Þar sá ég mann eltast við negra upp
tröppurnar á Rua Ivens. Negrinn hafði stolið einhverju, og þegar
hann sá að hann var uppvís að þjófnaðinum settist hann sakleysis-
legur á götuþrepin og beið. Maðurinn sem var eldri maður staulaðist
upp með erfiðismunum, negrinn var hins vegar ungur og hefði auð-
veldlega getað sloppið, en hann rétti hinum þýfið. Fólk hafði safnast
saman og horfði á af hjartans lyst og hélt þetta vera eitthvað varðandi
byltinguna. Það ætlaði að sjá um að negranum yrði ekki gert mein.
Maðurinn tók við einhverju sem virtist vera sælgætisdós. Einmitt í
næstu götu er sælgætisverslun þar sem allar fínar frúr keyptu sér
síðdegissælgætið, innflutt frá Hollandi og Sviss, meðan piparkarlinn
Salazar sat að völdum en frúrnar réðu í rauninni.
Eftir þetta stóð negrinn upp og fletti jakkanum frá sér til að sýna
allsleysi sitt og sakleysi. Þarna sem hann stóð uppi í brattri tröppu-
götunni með kreppta hnefa á boðungunum virtist hann vera svartur
hvíteygður fugl að búa sig undir að hefja flug yfir borgina. Maðurinn
með dósina sló upp höndum eins og sá gerir sem styggir hænur.
Síðan gekk hann burt og fólkið dreifðist. Og negrinn stóð eftir og
hóf sig ekki til flugs.
Heima í götu Heilags getnaðar voru hórurnar komnar á kreik þótt
á hádegi væri. Stundum taka þær sér ekki einu sinni matarhlé. Dökka
hóran með rauðlitaða hárið tagnaði mér og klappaði.
Saddur magi, sagði hún.
Hinar hórurnar hlógu góðlátlega þegar hún bætti við:
Eg fer svöng en saddur þú í ástarleikinn. Ekkert á ég annað en
tvíbreitt rúm í auðu herbergi.
Hún sönglaði þetta og hinar hórurnar hlógu illgirnislega. Þær
höfðu aðstoðað blindu hóruna frá Angola við að komast á sinn kassa.
Og þar sat hún úrill og sagði:
Fokkí-fokkí.
Fokkí-fokkí, sagði ég og leit til hennar og inn í augun, ljósrauð og
tóm, en hvarmarnir flenntust út og var engu líkara en hún væri með
rauða snigla í augunum.
Nei, sagði hún. Það vill enginn neitt fokkí-fokkí í þessari borg,
byltingin hefur gengið af öllu fokkí dauðu, bæði hér og í nýlend-
unum.
190