Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 56
Tímarit Máls og menningar Þegar ég kom til Lissabon stytti ég mér leið heim upp hina bröttu götu Rua Nova do Almada. Þar sá ég mann eltast við negra upp tröppurnar á Rua Ivens. Negrinn hafði stolið einhverju, og þegar hann sá að hann var uppvís að þjófnaðinum settist hann sakleysis- legur á götuþrepin og beið. Maðurinn sem var eldri maður staulaðist upp með erfiðismunum, negrinn var hins vegar ungur og hefði auð- veldlega getað sloppið, en hann rétti hinum þýfið. Fólk hafði safnast saman og horfði á af hjartans lyst og hélt þetta vera eitthvað varðandi byltinguna. Það ætlaði að sjá um að negranum yrði ekki gert mein. Maðurinn tók við einhverju sem virtist vera sælgætisdós. Einmitt í næstu götu er sælgætisverslun þar sem allar fínar frúr keyptu sér síðdegissælgætið, innflutt frá Hollandi og Sviss, meðan piparkarlinn Salazar sat að völdum en frúrnar réðu í rauninni. Eftir þetta stóð negrinn upp og fletti jakkanum frá sér til að sýna allsleysi sitt og sakleysi. Þarna sem hann stóð uppi í brattri tröppu- götunni með kreppta hnefa á boðungunum virtist hann vera svartur hvíteygður fugl að búa sig undir að hefja flug yfir borgina. Maðurinn með dósina sló upp höndum eins og sá gerir sem styggir hænur. Síðan gekk hann burt og fólkið dreifðist. Og negrinn stóð eftir og hóf sig ekki til flugs. Heima í götu Heilags getnaðar voru hórurnar komnar á kreik þótt á hádegi væri. Stundum taka þær sér ekki einu sinni matarhlé. Dökka hóran með rauðlitaða hárið tagnaði mér og klappaði. Saddur magi, sagði hún. Hinar hórurnar hlógu góðlátlega þegar hún bætti við: Eg fer svöng en saddur þú í ástarleikinn. Ekkert á ég annað en tvíbreitt rúm í auðu herbergi. Hún sönglaði þetta og hinar hórurnar hlógu illgirnislega. Þær höfðu aðstoðað blindu hóruna frá Angola við að komast á sinn kassa. Og þar sat hún úrill og sagði: Fokkí-fokkí. Fokkí-fokkí, sagði ég og leit til hennar og inn í augun, ljósrauð og tóm, en hvarmarnir flenntust út og var engu líkara en hún væri með rauða snigla í augunum. Nei, sagði hún. Það vill enginn neitt fokkí-fokkí í þessari borg, byltingin hefur gengið af öllu fokkí dauðu, bæði hér og í nýlend- unum. 190
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.