Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 57
Brúðan Og svo fór hún að barma sér en hórurnar grettu sig og slettu tungunni, milli þess sem þær bitu laust með tönnunum í menið með myndinni af Maríu mey sem þær báru um hálsinn. Þær gáfu mér þegjandi merki um að sú blinda væri biluð í höfðinu, rassinum, milli fótanna og alls staðar. Eg kinkaði kolli og þekkti söguna. Það var alltaf sama sagan í götu Heilags getnaðar. I raun og veru höfðu hórurnar enga trú á starfinu þrátt fyrir vinnugleðina. Karlmennirnir voru alltaf að reyna að fá það ókeypis hjá þeim og það þreytti þær meira en þótt þær gerðu það. Að neita var samt merki þess að þær réðu yfir líkama sínum. Það voru einu völdin sem þær höfðu. Og nú var byltingin að gera þær varnarlausar. Auk þess flykktust inn allar vændiskonurnar frá nýlendunum. Samt trúðu þær á frelsið og sögðu: E a liberdade. Þetta er frelsið. Eg heilsaði þeim alltaf á leið minni um götuna. Þær veifuðu og gáfu fokkí-fokkí-merki með Maríumeyjarmerkin uppi í sér. Hórurnar koma og fara. Kannski deyja þær ungar. Kannski giftast þær. Kannski geta þær önglað saman fé fyrir einhverri búðarholu. En þær halda uppi lögum í götunni, hér er hvorki stolið né framdir glæpir og fátæktin er jafnari: allir eru jafnir í eymd sinni. Þegar ég kom hér fyrst fyrir mörgum árum unnu þær sem vinnukonur á daginn en unnu sér inn aukafé á kvöldin. A Sevilha voru tvær, Júlíeta og Gríselda. Gríselda fór með matinn til lögreglustjórans og lögreglu- þjónarnir leituðu á henni, áður en hún fór inn með bakkann. Hún gat ekki lagt hann frá sér og lögregluþjónarnir notfærðu sér það. Hún hló með mat lögreglustjórans í höndunum með hendur lögregluþjón- anna undir kjólnum. En fyrir bragðið sagði hún að enginn þeirra fengi neitt hjá öllum hórunum í borginni, í hefndarskyni, þeir yrðu að láta sér eiginkonurnar nægja. Hún njósnaði fyrir kommann sem bjó á Sevilha og þóttist vera leikari. Þarna var líka landflótta þýskur nasisti sem bað fyrir sér, fullur um helgar, ef Salazar dæi. Og Hollendingurinn tók undir það, hann var líka landflótta. Hjónin sem áttu Sevilha áttu dóttur og hún giftist nasistanum, til að bjarga honum með ríkisborgararétti. Móðir hennar eigraði geðveik um ganginn, haldin innri söknuði, og eiginmaðurinn sagði við mig út í bláinn: Þú átt gott. Og nasistinn sagði það líka og Hollendingurinn tók undir það og 191
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.