Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 63
Brúðan
um á milli pilsanna, úr ýmsum efnum. Buxurnar hennar voru
rauðgular og með smellu að neðan, svo hægt var að skoða hana að
neðan án þess að færa hana úr buxunum. Þetta var einslags hástig
brellunnar og vörðurinn hikaði lengi við hvort hann ætti að leggja
bara í smelluna eða allar buxurnar. I mittisbandinu var grænn
hnappur og einnig voru hnappar í eyrunum sem eyrnalokkar og föl-
blá slaufa í hárinu sem var fléttað úr einhverju svörtu efni.
Vörðurinn ákvað í lokin að smella aðeins upp smellunni, og
rosalega vembdur og stór lyfti hann brúðunni upp og gægðist inn.
Eitthvað varð hann óánægður svo hann tók í buxurnar en þær sátu
fastar. Við það virtist hann verða sannfærður um að brúðan væri
siðsöm brúða sem hefði ekki komist í neinn soll og væri því hrein að
innan og ekki barnshafandi á neinn hátt.
Dóttir þín fær góða gjöf, sagði hann og ég jánkaði því og fólkið í
klefanum varð fegið á svip. Það vissi að eftir svona langa leit færi
lögreglan ekki að vasast í farangri þess líka. Hún var búin að fá full-
nægingu við að handfjalla brúðuna.
Eftir þetta gerðist ekkert í lestinni, nema hún fylltist af tómleika
eins og næturlestir gera, einkum þær sem ösla með erfiðismunum
upp hásléttu Spánar. Farþegarnir voru komnir heilu á höldnu inn í
landið, og inn um gluggana barst stöku sinnum eimur af brenndum
viði, ilmurinn af spænskum sveitum. Og úti í nóttinni var víðáttan
týnd í myrkrið, grýtt og sólbökuð.
Eg fór að hugsa um fisksölukonuna og að ég hafði gengið fram hjá
henni aftur, áður en ég fór í lestina, og þá átti hún eina brúðu eftir. Eg
staldraði við fyrir framan hana en hún lét sem hún þekkti mig ekki.
Þá fór mig að langa að fleygja brúðunni út um gluggann, þegar mig
greip minning um aðra brúðu, en ég kom henni á áfangastað og þá
var hún orðin minna virði en minningin um hina.
Hin brúdan úr fórnm minninganna
Þannig var að við höfðum flust frá þeim stað sem ég fæddist á. Og
þegar ég var orðinn fær um að fara einn í ferðalög fór ég að sækja
aftur á fæðingarstað minn. Þangað var um tveggja eða þriggja
klukkutíma gangur fyrir átta ára barn.
Einhvern tíma var mér gefin brúða, eða öllu heldur haus af brúðu
og hann ekki nema hálfur, vegna þess að hann var bara andlitið,
197