Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 69
Julian Meldon D’Arcy George Mackay Brown og norrœnar fornbókmenntir Skoska skáldið og rithöfundurinn George Mackay Brown fæddist 17. október árið 1921 í smábænum Stromness á Orkneyjum, yngstur í hópi sex systkina. Foreldrar hans voru John Brown, póstmaðurinn í þorpinu, og Mharie Sheena Mackay, sem var ein af níu börnum hjáleigubónda og sjómanns og talaði keltnesku að móðurmáli. A árunum 1926 til 1940 stundaði Mackay Brown nám í Stromness Academy og þar komu rithöfundarhæfileikar hans fyrst í ljós. En árið 1941 veiktist hann af berklum og tók það hann marga mánuði að ná sér af þeim. Þetta leiddi til þess að hann gat ekki stundað erfiðisvinnu og varð stundum upp á almannatryggingakerfið kominn. Arið 1951 hóf hann nám við Newbattle Adult Education College í Dalkeith skammt frá Edinborg, en skólameistarinn þar, Edwin Muir, sem var vel þekkt og viðurkennt skáld, hvatti hann mjög til skrifta. Fyrsta ljóðabók Mackays Brown, The Storm, var gefin út árið 1954 með formála eftir Edwin Muir. Eftir annað berklakast hélt Mackay Brown áfram námi sínu til BA prófs í enskum bókmenntum við Háskólann í Edinborg (1956— 1960) og stundaði síðan cand. mag. nám (1960—1962) með ljóðagerð skáldsins Gerards Manley Hopkins sem sérgrein. Að frátöldum námsárun- um í Edinborg og Irlandsferð hans árið 1968 hefur Mackay Brown eytt öllum sínum ævidögum á Orkneyjum. Frá því fyrsta bók hans kom út árið 1954 hefur hann sent frá sér nokkrar ljóðabækur, sex smásagnasöfn, þrjár barnabækur, þrjú greinasöfn, útvarpsleikrit, tvær bækur um Orkneyjar og þrjár skáldsögur. Hann er þekktasti og afkastamesti rithöfundur Orkney- inga nú um stundir. Fjölhæfni hans sést best á því hve jafnvígur hann er á hin ýmsu skáldskaparform. Hvort heldur hann skrifar ljóð, leikrit eða sögur þá hefur hann mjög sérstæðan stíl sem felst í blekkjandi einföldu en nákvæmu orðavali með goðsögulegum og táknrænum undirtóni. Efnivið sinn sækir hann að mestu í líf óbreyttra bænda og sjómanna á Orkneyjum, bæði í fortíð og nútíð. Lífi þeirra ljær Mackay Brown oft nokkurs konar dulræna og trúarlega fegurð en þeim áhrifum veldur greinilega hin djúpa sannfæring hans í kristinni trú, einkum rómversk-kaþólskri. 203
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.