Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 77
George Mackay Brown Þessi notkun sögulegra andstæðna er einnig árangursrík í skáldsögunni Greenvoe sem segir frá örfáum dögum á smáeyjunni Hellya í Orkneyjum rétt áður en hún er lögð undir kjarnorkuvarnaráætlunina „Black Star“. Á hverju kvöldi les atvinnulausi fiskimaðurinn Skarf sína útgáfu af sögu eyjunnar á litlum hótelbar. Stór hluti þessarar sögu fjallar um landnám norrænna víkinga á Hellya, einkum þó Þorvalds nokkurs Harvest-Happy (uppskeru-glaða) sem dó úr hungri á miðri föstu þótt hvalur lægi í flæðarmálinu, vegna þess að kirkjan gat ekki ákveðið hvort hvalshold væri kjöt eða fiskur! Því miður eru flestir áheyrendur Skarfs gjörsamlega ókunn- ugir sögu sinnar eigin eyju. „Eg hafði ekki hugmynd um að svona nokkuð hefði gerst hér á Hellya,“ segir eigandi hótelsins við Skarf.6 En þetta aftrar honum ekki frá því að leyfa að hótelið sé rifið, gegn „ríflegum skaðabót- um.“ 7 George Mackay Brown notar þannig frásögn Skarfs af hinni auðugu og atburðaríku fortíð Hellya, rétt áður en öll eyjan er lögð í eyði, til að undirstrika þann harmleik og það umrót tilfinninganna sem kaldrifjuð gjöreyðing aldagamals samfélags er. Því miður á sumt af gagnrýninni sem beinst hefur að meðferð Mackays Brown á sögunni við rök að styðjast, sérstaklega í þeim verkum hans sem setja má í þriðja flokkinn undir heitinu norrœnn efnividur notaður í trúarboðskap. Mikilvægt dæmi um þetta er ljóðabálkurinn Fisbermen with Ploughs (1979). Hann hefst á upphaflegu landnámi Orkneyja í Rackwick og honum lýkur á eyðingu byggðar og síðan nýju landnámi eftir kjarnorku- styrjöld. Þarna birtist í ljóðformi skorinorð yfirlýsing Mackays Brown um þá trú sína að tengslin við náttúruna séu manninum knýjandi nauðsyn; um trúna á samsvörun milli ártíðahrings í landbúnaði og píslargöngu Krists, milli dauða og lífs. Allt kemur þetta fram í því hve oft hann notar myndina: „plæging — sáning — uppskera — brauð og öl.“ Ljóðabálkurinn tekur á mörgum atriðum í sögu Orkneyja frá því á 9. öld og fram til áætlaðrar kjarnorkustyrjaldar í náinni framtíð, og opinberar ljóslega svartsýnina sem ræður viðhorfi Mackays Brown til örlaga mannkyns. Fornnorræni efnivið- urinn í þessu verki nær til þrettán ljóða, eða fjórðungs ljóðanna. En þar sem Mackay Brown notar hér sögu víkingatímans til að spá fyrir um örlög mannsins þá eru ljóðin ekki nándar nærri eins kraftmikil og sum þeirra sem hér hefur verið minnst á. Einstakar línur búa yfir miklum stílrænum töfrum en heildin veldur vonbrigðum því hinar norrænu persónur eru hér ekki skapaðar ljóslifandi úr persónum sögunnar, heldur myndhverfð orð í stílfærðum brotum sem eru að sligast undan þunga myndmáls og táknsæis. Alvarlegasta gallann í prósaverkunum af þessari gerð er að öllum líkind- um að finna í smásögunni „The Fires of Christmas“ (Hawkfall, 1974). Þar endursegir Mackay Brown söguna af tveimur morðum úr Orkneyingasögu, 211
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.