Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 84
Marguerite Yourcenar Síðasta ást Genghis prins Þegar Genghi hinn glæsilegi, mesta kvennagull sem sögur fara af í Asíu, hafði náð fimmtugasta aldursári, gerði hann sér grein fyrir því að tímabært væri að byrja að deyja. Onnur eiginkona hans, Fjóla Mourasaki prinsessa, sem hann hafði unnað af alhug þrátt fyrir mörg mótsagnarkennd hliðarspor, var farin á undan honum til eins af sæluríkjunum, áfangastöðum þeirra framliðnu sem hafa áunnið sér einhverja verðleika í síbreytilegu og erfiðu jarðlífi, og Genghi harm- aði ákaft að geta hvorki séð nákvæmlega fyrir sér brosið hennar né heldur skeifuna sem hún setti upp áður en hún fór að gráta. Þriðja eiginkona hans, Prinsessan-úr-höllinni-í-vestri, hafði verið honum ótrú með ungum frænda, eins og hann hafði sjálfur á æskuárunum verið í tygjum við kornunga keisarinnu, eiginkonu föður síns. Sami sjónleikurinn hófst enn einu sinni í leikhúsi lífsins, en hann vissi að í þetta sinn stæði honum ekki til boða annað en hlutverk gamals manns og fannst honum vofa hins framliðna fýsilegri en sú persóna. Þess vegna deildi hann út eigum sínum, setti þjóna sína á eftirlaun og bjóst til að ljúka ævinni í einsetubústað sem hann hafði látið reisa í fjallshlíðinni. Hann fór um borgina í síðasta sinn og fylgdu honum aðeins tveir eða þrír dyggir félagar, sem gátu ekki fengið af sér að kveðja hann, því þeir vissu að þar sæju þeir á bak eigin æsku. Þó þetta væri árla morguns þrýstu konurnar andlitunum upp að mjóum rimlum gluggahleranna. Þær pískruðu um það hárri röddu hvað Genghi væri ennþá glæsilegur, og það sannaði prinsinum enn einu sinni að vissulega væri mál til komið að hverfa á braut. Það tók þrjá daga að komast til einsetubústaðarins sem var mitt í óbyggðum. Lítið húsið stóð við rætur aldargamals hlyns; það var haust og laufið á trénu fagra myndaði gullið þak yfir hálmþekju hússins. Lífið í þessari einveru var bæði fábrotnara og frumstæðara en Genghi hafði reynt, þegar hann á róstusömum æskuárum sínum hafði verið dæmdur til langvarandi útlegðar í framandi landi, og þessi 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.