Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 86
Tímarit Máls og menningar Genghis, því henni fannst það ekki alveg eðlilegt að hann skyldi hafa elskað hana. Þar sem henni barst ekkert svar við bréfum sínum, leigði hún sér látlausan vagn og lét aka sér til kofa hins konungborna einsetumanns. Hún ýtti varfærnislega upp hurðinni, sem gerð var úr limfléttum; hún kraup á kné og hló við auðmjúklega, eins og til að afsaka komu sína þangað. Þetta var á þeim tíma er Genghi þekkti ennþá andlit gesta sinna þegar þeir komu mjög nærri. Bitur og áköf reiði greip hann frammi fyrir þessari konu sem vakti upp hjá honum viðkvæm- ustu minningar horfinna daga, ekki svo mjög með nærveru sinni, heldur einkum vegna þess að klæði hennar voru ennþá þrungin ilmvatninu sem konurnar hans látnar höfðu notað. Hún sárbændi hann döpur í bragði um að halda hana að minnsta kosti sem þjónustustúlku. Miskunnarlaus, í fyrsta sinn, rak hann hana á brott, en hún átti vini meðal þeirra fáu öldunga sem önnuðust prinsinn og þeir sendu henni stundum fréttir. Grimm, einnig í fyrsta sinn á ævinni, fylgdist hún úr fjarska með vaxandi blindu Genghis, eins og kona sem óþolinmóð eftir að hitta elskhuga sinn bíður þess að náttmyrkrið skelli á. Þegar hún frétti að hann væri nánast alblindur orðinn, varpaði hún af sér borgarklæðunum og klæddist stuttum grófgerðum kjól að hætti sveitastúlkna; hún fléttaði hár sitt eins og þær og hún hlóð á sig tauvöndli og leirkrúsum eins og menn versla með á þorpsmörkuðum. Þannig dubbuð lét hún aka sér þangað sem Genghi hafði kosið að draga sig í hlé frá heiminum og bjó í félagsskap kiðlinga og páfugla skógarins; hún fór fótgangandi síðasta spölinn til þess að eðjan og þreytan gerðu hlutverk hennar trúverðugra. Fíngerð vorrigning féll af himni ofan í mjúkan jarðveginn og drekkti síðustu geislum kvöld- sólarinnar; þetta var á þeim tíma dags er Genghi, vafinn í fábrotinn munkakuflinn sinn, var vanur að rölta eftir stígnum þaðan sem hinir öldnu þjónar hans höfðu umhyggjusamlega fjarlægt hverja steinvölu til þess að varna því að hann hrasaði. Tómlátlegt andlit hans, svipbrigðalaust með öllu, markað af blindu og elli, líktist möttum spegli sem forðum hafði stafað fegurð, og Hefðarfrúin-úr-þorpinu- þar-sem-blómum-rignir þurfti ekki að látast til þess að bresta í grát. Genghi varð hverft við þessi ekkasog konu og hann sneri sér hægt í áttina þaðan sem gráturinn kom. 220
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.