Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 89
Síðasta ást Genghis prins Hún gekk til hans með andlitið falið til hálfs á bak við blævæng og tuldraði vandræðalega: — Eg er Chujo, eiginkona Sukazus, aðalsmanns af sjöundu gráðu í Yamato-héraði. Ég er í pílagrímsför til Isé-hofsins, en einn af burðar- mönnum mínum hefur snúið sig á fæti og ég get ekki haldið áfram ferðinni fyrr en í dögun. Vísið mér á kofa þar sem ég get gist án þess að hætta mannorði mínu og látið þjóna mína hvílast. — Hvar skyldi ung stúlka óhultari fyrir rógburði en í húsi gamals blindingja? mælti prinsinn biturlega. Kofinn minn er of lítill til að hýsa þjónana þína, þeir geta búið um sig undir trénu því arna, en þér læt ég eftir einu dýnuna í einsetubústaðnum mínum. Hann stóð upp og þreifaði fyrir sér til þess að vísa henni veginn. Hann hafði ekki borið við að líta í áttina til hennar, og á því þóttist hún sjá að hann væri alblindur orðinn. Þegar hún var lögst útaf á dýnuna, sem gerð var úr skrælnuðu laufi, settist Genghi þunglyndislega í kofadyrnar. Hann var dapur og vissi ekki einu sinni hvort þessi unga kona var fögur. Nóttin var hlý og björt. Blindi maðurinn lyfti andlitinu mót himni; baðað í tunglsljósinu var það eins og mótað úr hvítum jaðesteini. Eftir drjúga stund reis Hefðarfrúin upp af skógarfleti sínu og settist á þröskuldinn hjá honum. Hún sagði og andvarpaði: — Nóttin er fögur og ég er ekkert syfjuð. Leyfðu mér að syngja einn af söngvunum sem hrærast í hjarta mér. Og án þess að bíða eftir svari hóf hún að syngja rómönsu sem prinsinn hafði dálæti á, af því að hann hafði heyrt hana svo oft forðum af vörum eftirlætiskonunnar sinnar, Fjólu prinsessu. Hrærð- ur færði Genghi sig örlítið nær ókunnu konunni: — Hvaðan ert þú, unga kona sem kannt söngva sem nutu vinsælda á mínum æskuárum? Harpa sem ómar af gamalkunnum tónum, leyfðu mér að fara höndum um strengi þína. Og hann gældi við hár hennar. Eftir smástund spurði hann: — Æ, er maðurinn þinn ekki glæsilegri og yngri en ég, unga kona frá Yamato-héaði? — Maðurinn minn er ekki eins glæsilegur og virðist eldri, svaraði hún blátt áfram. Þannig atvikaðist það, að Hefðarfrúin varð í nýju gervi ástmær 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.