Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 89
Síðasta ást Genghis prins
Hún gekk til hans með andlitið falið til hálfs á bak við blævæng og
tuldraði vandræðalega:
— Eg er Chujo, eiginkona Sukazus, aðalsmanns af sjöundu gráðu í
Yamato-héraði. Ég er í pílagrímsför til Isé-hofsins, en einn af burðar-
mönnum mínum hefur snúið sig á fæti og ég get ekki haldið áfram
ferðinni fyrr en í dögun. Vísið mér á kofa þar sem ég get gist án þess
að hætta mannorði mínu og látið þjóna mína hvílast.
— Hvar skyldi ung stúlka óhultari fyrir rógburði en í húsi gamals
blindingja? mælti prinsinn biturlega. Kofinn minn er of lítill til að
hýsa þjónana þína, þeir geta búið um sig undir trénu því arna, en þér
læt ég eftir einu dýnuna í einsetubústaðnum mínum.
Hann stóð upp og þreifaði fyrir sér til þess að vísa henni veginn.
Hann hafði ekki borið við að líta í áttina til hennar, og á því þóttist
hún sjá að hann væri alblindur orðinn.
Þegar hún var lögst útaf á dýnuna, sem gerð var úr skrælnuðu
laufi, settist Genghi þunglyndislega í kofadyrnar. Hann var dapur og
vissi ekki einu sinni hvort þessi unga kona var fögur.
Nóttin var hlý og björt. Blindi maðurinn lyfti andlitinu mót
himni; baðað í tunglsljósinu var það eins og mótað úr hvítum
jaðesteini. Eftir drjúga stund reis Hefðarfrúin upp af skógarfleti sínu
og settist á þröskuldinn hjá honum. Hún sagði og andvarpaði:
— Nóttin er fögur og ég er ekkert syfjuð. Leyfðu mér að syngja
einn af söngvunum sem hrærast í hjarta mér.
Og án þess að bíða eftir svari hóf hún að syngja rómönsu sem
prinsinn hafði dálæti á, af því að hann hafði heyrt hana svo oft
forðum af vörum eftirlætiskonunnar sinnar, Fjólu prinsessu. Hrærð-
ur færði Genghi sig örlítið nær ókunnu konunni:
— Hvaðan ert þú, unga kona sem kannt söngva sem nutu vinsælda
á mínum æskuárum? Harpa sem ómar af gamalkunnum tónum,
leyfðu mér að fara höndum um strengi þína.
Og hann gældi við hár hennar. Eftir smástund spurði hann:
— Æ, er maðurinn þinn ekki glæsilegri og yngri en ég, unga kona
frá Yamato-héaði?
— Maðurinn minn er ekki eins glæsilegur og virðist eldri, svaraði
hún blátt áfram.
Þannig atvikaðist það, að Hefðarfrúin varð í nýju gervi ástmær
223