Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 90
Tímarit Máls og menningar Genghis prins, sem hún hafði tilheyrt forðum. Um morguninn hjálpaði hún honum að matbúa heita súpu, og Genghi prins mælti við hana: — Þú ert lagin og ástúðleg, unga kona, og ég held að jafnvel Genghi prins, sem átti slíku láni að fagna í ástum, hafi ekki átt blíðari ástmey en þig. — Eg hef aldrei heyrt getið um Genghi prins, sagði Hefðarfrúin og hristi höfuðið. — Hvað þá? hrópaði Genghi beisklega upp yfir sig. Hefur hann fallið svo fljótt í gleymsku? Og hann var raunamæddur allan liðlangan daginn. Þá sá Hefðar- frúin að henni höfðu orðið á mistök í annað sinn, en Genghi talaði ekki um að senda hana á brott og hann virtist hamingjusamur yfir að heyra skrjáfið í silkikjólnum hennar í grasinu. Haustið gekk í garð og breytti trjánum á fjallinu í jafnmargar dísir klæddar í purpura og gull, dæmdar til að láta líf sitt í fyrstu frostum. Ollum þessum litbrigðum: grábrúnum, gullinbrúnum, brúnbleikum, lýsti Hefðarfrúin fyrir Genghi, en gætti þess jafnan að færa þau í tal eins og af tilviljun og varaðist ávallt að láta á því bera að hún væri að hjálpa honum. Hún heillaði hann hvað eftir annað, ýmist með snilldarlega gerðum blómafestum, einföldum og ljúffengum matar- réttum, eða nýjum textum við gömul ljúfsár sönglög. Hún hafði búið yfir þessum sömu töfrum þegar hún dvaldi í herbergjum fimmtu hjákonu, þar sem Genghi heimsótti hana forðum, en hann var þá með hugann bundinn við aðrar ástkonur og hafði ekki veitt því eftirtekt. I haustlok steig köldusóttin upp úr mýrunum. Oheilnæmt loftið moraði af flugum og sérhver andardráttur var eins og vatnssopi úr eitraðri lind. Genghi varð veikur og lagðist á beð sinn úr visnuðu laufi; hann vissi að hann færi ekki á fætur framar. Hann blygðaðist sín gagnvart Hefðarfrúnni fyrir vanmátt sinn og auðmýkjandi þarfir sem sjúkdómurinn þvingaði upp á hann, en þessi maður, sem allt sitt líf hafði í sérhverri reynslu leitað að hinu sérstæðasta og sárasta í senn, gat ekki annað en notið þess, hvernig þetta nýja nána og átakanlega samband jók á innileika ljúfrar ástar milli tveggja vera. Morgun einn, þegar Hefðarfrúin var að nudda á Genghi fæturna, \ 224
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.