Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Qupperneq 90
Tímarit Máls og menningar
Genghis prins, sem hún hafði tilheyrt forðum. Um morguninn
hjálpaði hún honum að matbúa heita súpu, og Genghi prins mælti
við hana:
— Þú ert lagin og ástúðleg, unga kona, og ég held að jafnvel
Genghi prins, sem átti slíku láni að fagna í ástum, hafi ekki átt blíðari
ástmey en þig.
— Eg hef aldrei heyrt getið um Genghi prins, sagði Hefðarfrúin
og hristi höfuðið.
— Hvað þá? hrópaði Genghi beisklega upp yfir sig. Hefur hann
fallið svo fljótt í gleymsku?
Og hann var raunamæddur allan liðlangan daginn. Þá sá Hefðar-
frúin að henni höfðu orðið á mistök í annað sinn, en Genghi talaði
ekki um að senda hana á brott og hann virtist hamingjusamur yfir að
heyra skrjáfið í silkikjólnum hennar í grasinu.
Haustið gekk í garð og breytti trjánum á fjallinu í jafnmargar dísir
klæddar í purpura og gull, dæmdar til að láta líf sitt í fyrstu frostum.
Ollum þessum litbrigðum: grábrúnum, gullinbrúnum, brúnbleikum,
lýsti Hefðarfrúin fyrir Genghi, en gætti þess jafnan að færa þau í tal
eins og af tilviljun og varaðist ávallt að láta á því bera að hún væri að
hjálpa honum. Hún heillaði hann hvað eftir annað, ýmist með
snilldarlega gerðum blómafestum, einföldum og ljúffengum matar-
réttum, eða nýjum textum við gömul ljúfsár sönglög. Hún hafði búið
yfir þessum sömu töfrum þegar hún dvaldi í herbergjum fimmtu
hjákonu, þar sem Genghi heimsótti hana forðum, en hann var þá
með hugann bundinn við aðrar ástkonur og hafði ekki veitt því
eftirtekt.
I haustlok steig köldusóttin upp úr mýrunum. Oheilnæmt loftið
moraði af flugum og sérhver andardráttur var eins og vatnssopi úr
eitraðri lind. Genghi varð veikur og lagðist á beð sinn úr visnuðu
laufi; hann vissi að hann færi ekki á fætur framar. Hann blygðaðist
sín gagnvart Hefðarfrúnni fyrir vanmátt sinn og auðmýkjandi þarfir
sem sjúkdómurinn þvingaði upp á hann, en þessi maður, sem allt sitt
líf hafði í sérhverri reynslu leitað að hinu sérstæðasta og sárasta í
senn, gat ekki annað en notið þess, hvernig þetta nýja nána og
átakanlega samband jók á innileika ljúfrar ástar milli tveggja vera.
Morgun einn, þegar Hefðarfrúin var að nudda á Genghi fæturna,
\
224