Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 91
Síðasta ást Genghis prins reis hann upp við dogg og muldraði um leið og hann fálmaði eftir höndum hennar: — Unga kona sem hjúkrar þeim sem er að deyja, ég hef blekkt þig. Eg er Genghi prins. — Þegar ég kom til þín, var ég ekki annað en fáfróð kona utan af landi, mælti Hefðarfrúin, og ég vissi ekki hver Genghi prins var. Nú veit ég að hann hefur verið glæsilegastur og eftirsóttastur af öllum mönnum, en þú þarft ekki að vera Genghi prins til þess að þér sé unnað. Genghi þakkaði henni fyrir með brosi. Síðan augu hans þögnuðu var sem augnaráð hans bærðist á vörunum. — Ég er að deyja, sagði hann með erfiðismunum. Eg kvarta ekki undan örlögum sem ég deili með blómunum, með skordýrunum, með stjörnunum. I heimi, þar sem allt líður hjá eins og draumur, mundi maður álasa sjálfum sér fyrir að lifa endalaust. Eg kvarta ekki yfir því að hlutirnir, verurnar, hjörtun séu hverful, því að fegurð þeirra stafar sumpart einmitt af þeirri ógæfu. Það sem hryggir mig er að allt skuli þetta vera einstakt. Aður fyrr var sú fullvissa undir niðri mín ljósasta nautn, að sérhvert augnablik í lífi mínu færði mér opinberun sem ekki yrði endurtekin: nú dey ég blygðunarfullur eins og væri ég forréttindaseggur, sem hefur setið einn að dýrlegri veislu sem ekki verður haldin nema einu sinni. Kæru hlutir, þið hafið ekki lengur fyrir vitni annað en blindingja sem er að deyja . . . Aðrar konur munu blómstra, jafn brosmildar og þær sem ég hef elskað, en bros þeirra verður öðruvísi, og fegurðarbletturinn sem heillaði mig mun hafa færst agnar ögn til á rafgulum kinnum þeirra. Onnur hjörtu munu bresta undan þunga óbærilegrar ástar, en tárin þeirra verða ekki okkar tár. Hendur, rakar af þrá, munu halda áfram að fléttast saman undir blómstrandi möndlutrjám, en sömu krónublöðunum rignir aldrei tvisvar á sömu mannlegu hamingjuna. Æ, mér líður eins og manni sem berst með flóði og vildi finna þó ekki væri nema örlítinn þurran skika til þess að leggja frá sér nokkur gulnuð bréf og nokkra upplitaða blævængi . . . Hvað verður um þig, þegar ég verð ekki lengur til þess að vikna yfir þér, minningin um Bláu prinsessuna, fyrstu konuna mína, sem ég trúði ekki að ynni mér fyrr en eftir að hún var dáin? Og þig, dapurlega minning um Hefðarfrúna-úr-húsi- vafningsviðarins, sem dó í örmum mínum af því að afbrýðisamur 225
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.