Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 105
Úruinnsla orðanna eg bad Dykk koma hit, for a kople til porttelefon“(60). Þegar hún síðan hefur talið í sig kjark, endurtekur hún erindið með nákvæmlega sama orðalagi: „Ætlið þér að tengja þennan dyrasíma eða á ég að fá einhvern annan til þess?“ (89) Þetta er þýtt með: „Vil De montere telefonen eller skal eg fá ein annan til á gjera det?“ (60), sem er á engan hátt hliðstætt við fyrra orðalag. Þegar konan er að reyna að sannfæra Pétur um ókurteisi leigjandans, segir hún: „Eg segi þér það satt að hann bankaði ekki einu sinni“ (25), og er þetta þýtt með: „Og tenkje seg til at han ikkje banka pa eingong" (20). En Pétur hlustar ekki almennilega á hana, og hún endurtekur setninguna: "Hann bankaði ekki einu sinni, sagði hún enn“ (26) sem verður í þýðingunni: „Han banka ikkje eingong, sa ho att“ (20). Setningar sem eru samhljóða í frumtextanum verða því ósamhljóða í þýðingunni, sem þess vegna er ekki íétt, jafnvel þótt í daglegu máli sé ef til vill lítill munur á „banke pá“ og „banke“. I samræmi við þetta eru persónur sögunnar alltaf að bregðast við einhverj- um ákveðnum töluðum orðum, fremur en raunverulegum atburðum eða eigin reynslu. Þannig sprettur hugsun konunnar um dylgjur kvennanna í mjólkurbúðinni um samband hennar og leigjandans upp af einni setningu, sem verður að svo sjálfstæðri staðreynd fyrir henni, að hún býst við að sjá hana birtast í baðherbergisspeglinum sem hún horfir í um leið og hún þurrkar af sér hreinsunarkrem: með hverjum auðum bletti varð áleitnari setningin sem hafði verið sögð við hana um morguninn, þessi setning sem hún hafði meðtekið í grunleysi og haldið að ekkert væri. En setningin lifði. Hún hafði búið um sig í henni í allan dag og smeygði sér nú upp undir hörund og leitaði út með snöggum heitum andköfum sem settust í matta himnu á spegilinn. Það hefði mátt skrifa hana þar. Hún bjóst jafnvel við að sjá hana birtast þar fyrir augum sér af sams konar lævísi og hún hafði verið sögð við hana um morguninn: Jœja. Er hann svona þagilegnr? (68) Þetta er sú áþreifanlega setning sem konan er að hugsa um, og þegar hún hefur rifjað upp fyrir sér atburðina í mjólkurbúðinni, kemur setningin fyrir aftur í nákvæmlega sama formi: Jneja? sögðu þær og drógu seiminn. Er hann svona þagilegur? (71) I fyrra skiptið er þessi setning þýdd með: ,Jasd. Er han sa hyggeleg?“ (47) og í það síðara með: ,Jasd? sa dei og drog pá det. Sa han er hyggeleg?" (49), þar sem breytt hefur verið um orðaröð og atviksorðið „sá“ í fyrri setning- 239
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.