Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 105
Úruinnsla orðanna
eg bad Dykk koma hit, for a kople til porttelefon“(60). Þegar hún síðan
hefur talið í sig kjark, endurtekur hún erindið með nákvæmlega sama
orðalagi: „Ætlið þér að tengja þennan dyrasíma eða á ég að fá einhvern
annan til þess?“ (89) Þetta er þýtt með: „Vil De montere telefonen eller skal
eg fá ein annan til á gjera det?“ (60), sem er á engan hátt hliðstætt við fyrra
orðalag.
Þegar konan er að reyna að sannfæra Pétur um ókurteisi leigjandans, segir
hún: „Eg segi þér það satt að hann bankaði ekki einu sinni“ (25), og er þetta
þýtt með: „Og tenkje seg til at han ikkje banka pa eingong" (20). En Pétur
hlustar ekki almennilega á hana, og hún endurtekur setninguna: "Hann
bankaði ekki einu sinni, sagði hún enn“ (26) sem verður í þýðingunni: „Han
banka ikkje eingong, sa ho att“ (20). Setningar sem eru samhljóða í
frumtextanum verða því ósamhljóða í þýðingunni, sem þess vegna er ekki
íétt, jafnvel þótt í daglegu máli sé ef til vill lítill munur á „banke pá“ og
„banke“.
I samræmi við þetta eru persónur sögunnar alltaf að bregðast við einhverj-
um ákveðnum töluðum orðum, fremur en raunverulegum atburðum eða
eigin reynslu. Þannig sprettur hugsun konunnar um dylgjur kvennanna í
mjólkurbúðinni um samband hennar og leigjandans upp af einni setningu,
sem verður að svo sjálfstæðri staðreynd fyrir henni, að hún býst við að sjá
hana birtast í baðherbergisspeglinum sem hún horfir í um leið og hún
þurrkar af sér hreinsunarkrem:
með hverjum auðum bletti varð áleitnari setningin sem hafði verið sögð við
hana um morguninn, þessi setning sem hún hafði meðtekið í grunleysi og
haldið að ekkert væri. En setningin lifði. Hún hafði búið um sig í henni í allan
dag og smeygði sér nú upp undir hörund og leitaði út með snöggum heitum
andköfum sem settust í matta himnu á spegilinn. Það hefði mátt skrifa hana
þar. Hún bjóst jafnvel við að sjá hana birtast þar fyrir augum sér af sams
konar lævísi og hún hafði verið sögð við hana um morguninn:
Jœja. Er hann svona þagilegnr? (68)
Þetta er sú áþreifanlega setning sem konan er að hugsa um, og þegar hún
hefur rifjað upp fyrir sér atburðina í mjólkurbúðinni, kemur setningin fyrir
aftur í nákvæmlega sama formi:
Jneja? sögðu þær og drógu seiminn. Er hann svona þagilegur? (71)
I fyrra skiptið er þessi setning þýdd með: ,Jasd. Er han sa hyggeleg?“ (47)
og í það síðara með: ,Jasd? sa dei og drog pá det. Sa han er hyggeleg?" (49),
þar sem breytt hefur verið um orðaröð og atviksorðið „sá“ í fyrri setning-
239