Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Page 106
Tímarit Máls og menningar unni er orðið að samtengingu. Setningin sem sögð hafði verið við hana um morguninn verður því öðruvísi en sú sem hún hefur verið að hugsa um allan daginn. Þannig er konan mjög oft að hugsa um ákveðnar setningar sem hafa verið sagðar við hana, og þær eru alltaf með sama orðalagi í upprifjuninni og hugsuninni „Hvernig þætti þér, ef þér vreri . . . ja, hvað á ég að segja . . . litskiifað á annarra manna heimilum?" (57), segir Pétur við konu sína, sem tregðast við að setjast fram í forstofu til leigjandans. Og eftir að Pétur er farinn fram og hefur skilið hana eina eftir í stofunni, segir: „Og orð Péturs hljómuðu á ný í eyrum hennar, hvernig þætti þér, ef þér væri útskiífað}“ (59). I þýðingunni er fyrri setningin: „Korleis hadde du kjent deg om du var . . . kva skal eg seia . . . utstöytt i annan manns heim?“ (40), og sú síðari: „Korleis hadde du kjent deg om du hadde vore utstöytt?“ (42), þar sem vikið hefur verið til orðum. I vitund konunnar hefur setningin fengið fast og óumbreytanlegt form, er orðin að klifun. Ef formi hennar er breytt, krefst það hugsunar, sem einmitt er verið að sýna, að konan forðast. Með stílbragði endurtekningarinnar sýnir Svava hvernig klifun getur orðið að staðreynd. Þegar konan er að kenna Pétri um komu leigjandans, sem hún vill að hann sjái um að fari, finnur hann góð mótrök: Við höfum nú aldrei úthýst fólki sem hefur leitað til okkar, sagði hann. Augnaráð konunnar flökti þegar hún heyrði þessi orð. Það slaknaði á spennunni í líkama hennar og yfirbragðið allt sligaðist þegar hún gerði sér þessa staðreynd ljósa: nei, þau höfðu aldrei úthýst neinum. (27) Klifunin sem hún bítur á og gerir að staðreynd, felst í orðinu „úthýst“. Þetta tapast alveg í þýðingunni, þar sem hún bregst við staðreyndinni (sem samhengi sögunnar sýnir að ekki á við nein rök að styðjast), en ekki orðunum: Vi har no aldri stengt ute nokon som har sökt til oss, sa han. Kona vart utrygg i augo dá ho höyrde desse orda. Kroppen slapna og heile uttrykket vart meir avslappa dá dette faktum stod klárt for henne: nei, dei hadde aldri synt nokon bort frá sin heim. (21—22) Orðasamböndin „á stenge ute“ og „á syne nokon bort frá sin heim“ geta ekki virkað sem föst í gestrisnistali í norsku, og því síður sem um klifun þeirra er ekki að ræða. Þannig eru þess mörg dæmi, að það eru orðin sem stjórna persónunum, en persónurnar ekki þeim. Þegar Pétur er að gefast upp á húsbyggingunni, 240
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.