Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 122
Tímarit Máls og menningar
um Björn: „Björn fckk aldrei að vita
. . .“ (124) Beiting sjónarhorns er slíkt
grundvallaratriði í frásagnartækni að
sagan hefði öðlast stóraukna formfestu
ef sniðnir hefðu verið af hclstu ágallar af
þessu tagi. Þess skal þó getið að skipting
sjónarhorns tekst oft vel þegar mest
ríður á, t. d. þegar Deirdrc á í hlut.
Smáþjóðin og heimurinn
Ég hef lítið fjallað um eitt helsta
viðfangsefni sögunnar og það sem í mín-
um augum lyftir henni hæst. Ekki er
vandalaust að láta fólk af ólíkum þjóð-
ernum eigast við í skáldverki og flakka
jafnframt með sjónarsviðið milli landa,
en þrátt fyrir vissar ambögur í byggingu
og persónusköpun verksins i heild kem-
ur þessi „milliríkjasaga" heilsteypt úr
smiðju Arna. Þannig skapar hann sér
viðeigandi samhengi fyrir þjóðernis-
urnræðu, sem getur orðið svo hvimleið
er hún takmarkast við eitt land. Arni
forðast að lofa og prísa gamla Frón, og
stundum sjáum við ísland úr gagn-
rýnum fjarska þegar fjallað er um hætt-
una sem fylgir félagslegum doða og
menningarsyfju meðal smáþjóða.
Arna tekst að setja af stað í huga
lesandans frjótt samspil vísana milli smá-
þjóðanna þriggja, sem allar eiga á hættu
að glata sérkennum sínum og þjóðlegri
menningu, en sem jafnframt endur-
spegla menningarkreppu er ríkir um
víða veröld. Einhvers konar alþjóða-
hyggja virðist vera forsenda þess að
áfram þrífist mannfélag á jörð, en um
leið virðist ræktun fjölbreytilegrar
menningarflóru í hinum ýmsu þjóðlegu
tilbrigðum vera sterkasta vopnið gegn
þeirri alþjóðlegu „einhæfingu" sem fylg-
ir vitundariðnaði nútímans, því
„alþjóðaskrímsli sem allt gleypir en
engu skilar aftur.“ (22) Þessi mótsetning
sýnist mér vera burðarás í sögu Árna,
þótt oft sé á óbeinan hátt, og honum
tekst að gera úr þessu lifandi söguefni.
Og það fer vel á því að sá Islendingur
sem manna best virðist fylgjast með
alþjóðamálum skuli taka að sér að ýta
undir íslenska þjóðernisvitund, því öll
þröngsýni í þeim efnum er hættuleg eins
og mannkynssagan sýnir. Bók Árna
minnir á að ef við Islendingar ætlum að
viðhalda þjóðlegri menningu og tungu
verður það ekki gert með því að einblína
í eigin barm, heldur með því að skoða
sjálf okkur í spegli þjóðanna, þar á
meðal annarra smáþjóða.
Astráður Eysteinsson
TVÍBREITT (SVIG)RÚM
eftir Gyrði Elíasson
Fyrir áratug eða svo, höfðu bókvinir
miklar áhyggjur af lesandanum, fannst
hlutskipti hans full þiggjandalegt og
vildu auka hlut hans í lesmálinu, gera
hann lýðræðislegan aðila að sjálfri
sköpuninni. Það átti að vera jafn mikil
sköpun að lesa bók og skrifa. Þó nokk-
urt hugvit fór í að upphugsa leiðir að
þessu marki, til dæmis voru gefnar út
dagskipanir um að textinn mætti ekki
vera fullkláraður heldur ætti að koma í
hlut lesandans að reka smiðshöggið,
botna vísuna. Kannski var skyndileg
umhyggja fyrir lesandanum bara ein vís-
bending þess að hann væri farinn? Hvað
um það — fáa mun hafa órað fyrir hve
hversdagsleg þessi iðja átti eftir að verða
256