Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 123
Umsagnir um bækur
venjulegum dagblaðslesanda. Frá og
með tölvusetningu urðu dagblöð svo
yfirfljótandi í prentvillum og brenglun
að lesandinn má einatt taka á sig mikið
af frumsamningu efnisins, geta í eyður
og skálda jafnvel allt önnur samhengi en
til var ætlast.
Petta rifjaðist upp fyrir mér við lestur
ljóðabókar Gyrðis Elíassonar: „Tví-
breitt (svig)rúm“ (Mál og menning
1984). Höfundurinn nær víða þeim ár-
angri að spila á margræði tungumálsins
þannig að lesandinn fyllist skapandi
óöryggiskennd gagnvart málinu. Sama
setning fer í gegn um vitund hans í fleiri
en einni merkingu og ósvaraðar spurn-
ingar leiða hann aftur á vit ljóðsins uns
svari lýstur niður. Lesandi tekur þannig
á sig umtalsverða innlifun/upplifun og
er ríkulega umbunað á köflum: Drakúla
fer með bænir sínar á „rúm-ensku“,
„stormurinn queen á fóninum“, „blokk-
eraðir unglingar“, o. s. frv.
Dæmi um hverjum árangri Gyrðir
nær í að skapa frjóa óöryggiskennd er að
þegar komið er fram á bls. 27 treystir
lesandinn sér ekki til að skera úr um
hvort „sjáfan mig“ sé prentvilla. I skap-
andi ruglandi breytir hann því í „sjá-fan-
mig“ (sbr. fan: aðdáandi). Hann heldur
áfram að leita að merkingu (kannski af
því prentvillur eiga að vera óhugsandi í
ljóðabókum, a. m. k. frá MM en vert er
að taka fram að þetta er prentvilla).
Er skemmst frá því að segja að mál-
yrkja Gyrðis er víða með ágætum:
„TAB á rekstri kókflöskunnar" er dæmi
um fimlega hannaðan orðaleik og ekki
hægt að segja að farið sé að slá í orðin.
Það sem einkum veldur mér áhyggj-
um er hve mjótt bilið er víða á milli leiks
og stæla, dæmi bls. 46: „ávaxtamarkaður
í tókýó/dramsendur japanpappír, til-
einkað brautigan.“
um ba
na
na
na
tvo & tvo
saman er vafið rauðu límbandi að
vega p á móti gula litnum
P
u
Er ekki uppsetningin í þessu og skyld-
um ljóðum full drjúgur þáttur? Ég fæ
ekki betur séð en formið gegni hér
ámóta hlutverki og í innantómustu rím-
um? „Skáld hins hefðbundna ljóðs jrkir
fyrir eyra fremur en auga“, segir Oskar
Halldórsson í „Bragur og ljóðstíll“.
Ljóð Gyrðis heimta mörg að vera barin
augum til að ná tilgangi (reyndar eru
önnur sem krefjast flutnings, t. d. „Tím-
ans dust“). Víða eru vísanir til málara og
málverka: „áþekkt 116 Vz X 92“ mál-
verki eftir mark rochko“ segir á einum
stað. A bls. 59 grípur skáldið einfaldlega
til orðanna og freistar þess að mála með
þeim alkunna mynd:
sápugrænn himinn
hálfur
sitjandi b máninn
kona með a moldbnínn
skærgula r hundurinn
svuntuna n
undir niðri fjall & bær
með rauðu þaki
scheving
Fyrsta bók Gyrðis, „Svarthvít axla-
bönd“ kom út árið 1983 og einkenndist
257