Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Side 129
næst órökstuddur og missir að mestu leyti marks. Af þessum ástæðum verða ályktanir rannsóknarinnar ósjaldan lítt sannfær- andi. Peter Hallberg HUGLEIÐING í TILEFNI RITDÓMS I Tímariti Máls og menningar 1:1985 birtist ritdómur um bók mína, Mono- poly Trade and Economic Stagnation, eftir Helga Skúla Kjartansson. Þar sem ég er sammála ritdómi Helga í öllum meginatriðum ber ekki að líta á þetta skrif mitt sem athugasemd um ritdóm- inn heldur sem ákveðnar leiðréttingar og útskýringar, sem ég tel nauðsynlegt að festa á blað vegna ritdómsins. Helgi Skúli gagnrýnir réttilega að ég skyldi nefna saltkjötið sem Islendingar fluttu út á 18. öld lambakjöt. Rétta heitið er auðvitað kindakjöt. I bókum kaupmanna nefndist það einmitt Faare- kiöd. En á markaðstorgum Kaupmanna- hafnar á 18. öld var sama kjöt nefnt Lammekiöd. Hér virðist sem sagt vera um að ræða athyglisvert neytendamál fyrr á öldum. I bókinni „A History of Prices and Wages in Denmark 1660 — 1800“ eftir Astrid Friis og Kristofer Gla- mann er vara þessi nefnd „Icelandic salt- ed lamb“. Eg viðurkenni að ég tók þetta heiti þaðan án frekari umþenkingar. Helgi Skúli nefnir þrjú atriði í talna- notkun minni, sem hann er ekki sáttur við, og tekur samtímis fram að hér sé um veigalítil atriði að ræða. Mesta smáatrið- ið að dómi Helga Skúla er eigi að síður allpínlegt fyrir mig. Nefnilega að ég hafi Umsagnir um bækur reiknað, ranglega, sveiflurnar í árlegum kostnaði bónda við að halda vinnumann „í mesta lagi 4%“. Hér er ekki um reiknivillu að ræða heldur enn þá eina setjaravilluna. I handriti mínu að bók- inni stendur: „I mesta lagi + eða - 4%“, með öðrum orðum „+ eða féllu burt við setningu. Annað gagnrýnisatriði Helga Skúla, sem hann flokkar undir talnameðferð (á bls. 96 í bók minni), er einnig rétt, en það varðar ekki talnameðferð heldur fram- setningarmáta. Að dómi Helga Skúla er alvarlegasta ágreiningsmálið milli mín og hans út- reikningur minn í dálkum 3 og 4 í töflu 2.3 í bók minni, en hann byggðist á áætlun Ólafs Stephensens um fram- leiðslu búvöru og sjávarafurða árið 1770. En þessi umdeildi útreikningur minn skiptir mjög litlu máli fyrir út- komu dæmisins, sem ég var að reikna, nefnilega hundraðshluta utanríkis- verslunar af vergri þjóðarframleiðslu (að frádregnum meginpartinum af hugsan- legri fjármunamyndun og bústofns- breytingum) á árinu 1770. Samkvæmt dálki 2 í fyrrgreindri töflu, en Helgi Skúli er í meginatriðum samþykkur út- reikningi mínum á þeim dálki, var utan- ríkisverslunin (útflutningur + innflutn- ingur) 40% þjóðarframleiðslunnar en samkvæmt umdeilda útreikningnum mínum í dálki 4 var hún 42,9%. Vegna þess hve þessar niðurstöður voru líkar ákvað ég að birta þær báðar með tilheyr- andi útreikningum. Báðir útreikningarn- ir voru nokkuð djarfir, einkum sá sem Helgi Skúli gagnrýnir. En ég segi greini- lega frá reikningsaðferðinni, það er meg- inatriðið. Ef til vill sleppi ég „umdeildu reikningsaðferðinni" við síðari útgáfu fyrir orð Helga Skúla. Hún er hvort eð er óþörf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.