Tímarit Máls og menningar - 01.05.1985, Síða 129
næst órökstuddur og missir að mestu
leyti marks.
Af þessum ástæðum verða ályktanir
rannsóknarinnar ósjaldan lítt sannfær-
andi.
Peter Hallberg
HUGLEIÐING í TILEFNI RITDÓMS
I Tímariti Máls og menningar 1:1985
birtist ritdómur um bók mína, Mono-
poly Trade and Economic Stagnation,
eftir Helga Skúla Kjartansson. Þar sem
ég er sammála ritdómi Helga í öllum
meginatriðum ber ekki að líta á þetta
skrif mitt sem athugasemd um ritdóm-
inn heldur sem ákveðnar leiðréttingar og
útskýringar, sem ég tel nauðsynlegt að
festa á blað vegna ritdómsins.
Helgi Skúli gagnrýnir réttilega að ég
skyldi nefna saltkjötið sem Islendingar
fluttu út á 18. öld lambakjöt. Rétta
heitið er auðvitað kindakjöt. I bókum
kaupmanna nefndist það einmitt Faare-
kiöd. En á markaðstorgum Kaupmanna-
hafnar á 18. öld var sama kjöt nefnt
Lammekiöd. Hér virðist sem sagt vera
um að ræða athyglisvert neytendamál
fyrr á öldum. I bókinni „A History of
Prices and Wages in Denmark 1660 —
1800“ eftir Astrid Friis og Kristofer Gla-
mann er vara þessi nefnd „Icelandic salt-
ed lamb“. Eg viðurkenni að ég tók þetta
heiti þaðan án frekari umþenkingar.
Helgi Skúli nefnir þrjú atriði í talna-
notkun minni, sem hann er ekki sáttur við,
og tekur samtímis fram að hér sé um
veigalítil atriði að ræða. Mesta smáatrið-
ið að dómi Helga Skúla er eigi að síður
allpínlegt fyrir mig. Nefnilega að ég hafi
Umsagnir um bækur
reiknað, ranglega, sveiflurnar í árlegum
kostnaði bónda við að halda vinnumann
„í mesta lagi 4%“. Hér er ekki um
reiknivillu að ræða heldur enn þá eina
setjaravilluna. I handriti mínu að bók-
inni stendur: „I mesta lagi + eða - 4%“,
með öðrum orðum „+ eða féllu burt
við setningu.
Annað gagnrýnisatriði Helga Skúla, sem
hann flokkar undir talnameðferð (á bls.
96 í bók minni), er einnig rétt, en það
varðar ekki talnameðferð heldur fram-
setningarmáta.
Að dómi Helga Skúla er alvarlegasta
ágreiningsmálið milli mín og hans út-
reikningur minn í dálkum 3 og 4 í töflu
2.3 í bók minni, en hann byggðist á
áætlun Ólafs Stephensens um fram-
leiðslu búvöru og sjávarafurða árið
1770. En þessi umdeildi útreikningur
minn skiptir mjög litlu máli fyrir út-
komu dæmisins, sem ég var að reikna,
nefnilega hundraðshluta utanríkis-
verslunar af vergri þjóðarframleiðslu (að
frádregnum meginpartinum af hugsan-
legri fjármunamyndun og bústofns-
breytingum) á árinu 1770. Samkvæmt
dálki 2 í fyrrgreindri töflu, en Helgi
Skúli er í meginatriðum samþykkur út-
reikningi mínum á þeim dálki, var utan-
ríkisverslunin (útflutningur + innflutn-
ingur) 40% þjóðarframleiðslunnar en
samkvæmt umdeilda útreikningnum
mínum í dálki 4 var hún 42,9%. Vegna
þess hve þessar niðurstöður voru líkar
ákvað ég að birta þær báðar með tilheyr-
andi útreikningum. Báðir útreikningarn-
ir voru nokkuð djarfir, einkum sá sem
Helgi Skúli gagnrýnir. En ég segi greini-
lega frá reikningsaðferðinni, það er meg-
inatriðið. Ef til vill sleppi ég „umdeildu
reikningsaðferðinni" við síðari útgáfu
fyrir orð Helga Skúla. Hún er hvort eð
er óþörf.