Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 33
Að eignast líf við Dr. Godman Sýngmann, cn skyldleikinn nær ekki lengra og er síst til lýta. Aðferðin í „Selnum" minnir annars á enska leikskáldið Howard Barker, sem er yngri maður en Birgir, og þá einkum leikrit hans Stripwellog Claw. Barkerþessi notar allhrátt raunsæisform utan um skáldlega fantasíu og beitta samfélagsá- deilu og eru verk hans nálægt því að geta kallast heimsósómakveðskapur. „Sel- urinn" er nálægt því líka, en það sem einkum minnir á Barker eru hin stuttu og markvissu atriði, þar sem atburðarásin getur gerst á mörgum lítt skilgreindum stöðum í stað þess að höfundur þurfi að einskorða hana við eina stofu eða eitt eld- hús. Þetta er jafnframt algengasta aðferðin við leikgerðir skáldsagna og hún nýt- ist Birgi mætavel síðar í Skáld-Rósu. í Selurinn hefur mannsaugu er hinn gamalkunnugi sveitamaður kominn suður á mölina. En það er vitaskuld ekki nóg að komast til hennar Reykjavíkur, maður- inn þarf að selja mannlega reisn sína til að geta tekið þátt í dansinum kring um gullkálfinn. Aðalpersónur leiksins, Hans og Hanna, eru komin inn í blindgöt- una, þar sem það er drepið „sem ekki er hægt að kaupa“. Vonin um manngildið lifir með unglingunum í verkinu, Dengsa og Systu, og hún fær vængi í lok leiksins. Gagnrýnandi hafði á því orð að sér þætti Birgir ofbjóða raunsæisform- inu með orðfæri persóna sinna er þær taka að nota skáldlegar líkingar og biblíu- málfar, en slík viðbrögð eru einfeldningsleg í meira lagi þar sem tilgangur höf- undar er nánast predikun og ekki útmálun hvunndagsveruleika. Það ætti reynd- ar ekki að vefjast fyrir neinum að málfar persónanna í tveimur fyrstu leikritum Birgis er á skjön við allt raunsæi og gefur vísbendingu um að hér sé á ferð skáld- leg umfjöllun um íslenskan veruleika fremur en raunsæileg lýsing. Og það er í fyllstasamræmi við yfirlýstan tilgang höfundar. Enginn hefur, svoég viti, sakað til dæmis Harold Pinter um að ofbjóða raunsæisforminu og öllum má ljóst vera að hann er ekki raunsæishöfundur þó honum nýtist hið viðtekna form. Birgir og Pinter eru reyndar harla ólíkir höfundar þó þeir noti sama rammann enda er vafasamt að kalla einhvern mann raunsæishöfund af því einu að búa verki sínu umgerð raunsæis. í Selurinn hefur mannsaugu sýnir Birgir okkur miskunnarlausa mynd af því hvernig nýríkt samfélag er saman sett og hvernig það virkar. Líkt og Pétur Gautur reif í sundur laukinn, lag fyrir lag, til þess að sjá hinn innsta kjarna og stóð loks uppi með tvo aðskilda og sjálfstæða kjarna, þá rífur Birgir lögin utan af sínu samfélagi uns eftir standa að lokum tveir aðskildir kjarnar, tvær ósættanlegar andstæður, fulltrúar auðs og skyndihagnaðar annars vegar og hið rómantíska andóf, sem metur manneskjuna, hins vegar. Með þriðja leikriti sínu kom Birgir Sigurðsson nokkuð á óvart er hann leitaði aftur í aldir og skrifaði Skáld-Rósu f Þetta leikrit stendur nær því en fyrri verk að geta kallast raunsæisverk, því hér er verið að sýna verðuga fyrirmynd og allri predikun sleppt. Birgir stillir upp andstæðum enn, en nú eru örlög þeirra sam- tvinnaðri en til dæmis í Pétri og Rúnu. Leikritið gerist á tímum skarpra and- 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.