Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar ast á ást og einsemd. Oft eru þetta augnabliksmyndir af óskilgreindri skilnaðar- stund — þar er eins og „saga“ nái ekki utan um þau öfl sem tengjast ástinni og einsemdinni. Ástin er leit í þessum textum, en leit mannsins færir hann líka burt fráástinni. Þessi togstreita hefur gengið í gegnum öll verk Thors og sést til dæmis glöggt í Tumleikhúsinu þar sem förumaður Thors á hvað eftir annað ástar- fundi og samtöl við konu nokkra, en finnur sig sífellt knúinn til að halda einn áfram ferðinni upp í turninn. Turninn er reðurtákn, „fallískt" tákn karlmennsk- unnar, sem og markmið þeirrar leitar sem í ferð mannsins felst og knýr hann til einsemdar. Verkið má jafnframt skoða sem uppgjör við karlhlutverk.8’ Ég held að nú megi endurskoða þá tilvistarstefnu sem fyrstu verk Thors kunna að virðast aðhyllast. Bókmenntafræðingar sem aðrir hafa hneigst til að sjá í existensíalismanum túlkun sammannlegrar og algildrar reynslu óháða sögu- legum aðstæðum. En þessi verk Thors staðfesta að mínu mati það sem sífellt er að koma betur í ljós: sú lífskreppa sem existensíalisminn beinir athygli að er ekki síst kreppa karlamenningar. Tjáning slíkrar kreppu sýnir þá jafnframt viðbrögð við tilteknu sögulegu ástandi. Það wwfélag sem við fæðumst í er karl\eldi og það mótar að sjálfsögðu þann merkingarheim sem við hrærumst í, sem aftur markar ríkjandi hugmyndafræði, tungumálið og þau boðskipti sem fara fram á því. Módernismi er framar öðru uppreisn gegn því tungumáli sem liggur til grundvallar ríkjandi samfélagsboðskiptum og þá má jafnframt segja að hann boði kreppu þess samfélags þar sem karlmaðurinn situr fyrir miðju og hefur yfir- sýn úr hásæti yfir veldi sitt.91 Þetta er raunar meginatriði í myndinni af módern- ismanum sem við sjáum í hinum mikilvægu kenningum Juliu Kristevu sem ég minntist á áðan og mun víkja nánar að hér seinna. Maðurinn sem er á eirðarlausri Ódysseifsferð í verkum Thors, þessi nafnlausi „hann,“ er karlmaður sem hefur týnt hlutverki sínu, merkingu sinni og mið- stöðu, án þess að hafa fundið annars konar jafnvægi. Nafnleysi hans helgast af því að hann er dottinn af þeim snaga sem samfélagið merkti honum. Hann hrjá- ist þó af sektarkennd vegna þess að hann er ófær um að deila ást sinni á ferð og flugi, en jafnframt er ferðin þó leir að þeirri ást og samveru sem spornað getur gegn hrörnun þeirri, doða og dauðakennd sem hann finnur gagntaka sig. í þess- um skilningi held ég að skáldverk Thors séu öll, og ekki síst hinar miklu skáld- sögur hans, ástarsögur — þau fjalla um lífskraft Erosar er felst í þeim dauðateygj- um sem lífið kann að virðast. En jafnframt eru þessi verk karlabókmenntir sem settar eru til höfuðs karl- veldi. Tilhöfuðs finnst mér raunar mjög viðeigandi orðalag hér, því karlinn hefur í þessum verkum glatað hlutverki sínu sem höfuð tilverunnar. Það sem gerist í einni mögnuðustu sögunni í fyrstu bók Thors er á vissan hátt táknrænt fyrir hlutskipti karlsins. Sagan hefst svo, og munu eflaust ýmsir kannast við fyrir- myndina úr Biblíunni: 314 N.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.