Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 60
Tímarit Máls og menningar Það er ekkert óeðlilegt að þessi ítalski táknfræðingur skyldi kjósa sér þetta söguform. Ráðning glæpa byggist á réttum lestri tákna, þ.e.a.s. ummerkja ódæðisins. í fræðiritum sínum hefur Eco lagt ríka áherslu á það að inntak eða táknmið tákna verði ekki ljóst fyrr en viðtakandinn hafi túlkað táknið í ákveðnu samhengi, táknkerfi (,,kóda“), sem hann annað hvort kann þegar skil á eða reynir að mynda til að táknið verði skiljanlegt með tilliti til málsamhengis síns.24) Hér má sjá ljós tengsl við hinn symbólska táknheim sem Kristeva fjallar um; merk- ing orðræðu verður ekki skilin í raun nema hún verði hluti af ríkjandi máli sam- félagsins. í Nafni rósarinnar sér Vilhjálmur af Baskerville mynstur úr Opinberunarbókinni að baki glæpanna og þannig býr hann sér til orsakasamhengi og í raun sögu sem skýrir innra samhengi þessara voveiflegu atburða, sögu sem síðan reynist ekki eiga við rök að styðjast þótt hann rambi um síðir á vissa „lausn“. Hann viður- kennir fyrir Adso að „það sem ég hef ekki skilið er afstaðan milli tákn- anna. . . . ég hefði átt að vita vel aðþað er engin regla til í alheiminum." „Einu sannleikarnir sem koma að gagni eru áhöld sem á að fleygja frá sér.“25) En að táknkerfi séu einungis túlkunaráhöld sem megi fleygja eftir notkun samræmist ekki lög-máli föðurins, hvorki máli né lögum samfélags þar sem byggjaþarfástöðugum grunni. „í upphafi varorðið" er Biblíumál sem bæði Eco og Thor hafa beint sjónum að í verkum sínum — og um þetta orð, „Logos", ber ekki að efast, það felur í sér ótvíræð lög guðs föður og jafnframt vald hans til að ákvarða merkingu orða og gerða. Öll samfélög hneigjast til að samsinna guðlegu eða fóðurlegu forræði, og saga samfélagsins veltur ekki síst á því hvernig þessu forræði er hlýtt. Nú má sjá enn betur hversvegna sakamál eru aðkallandi söguefni. Þau fjalla um brot á lögmálum samfélagsins, brot sem ögra merkingarheimi okkar og við vitum að fulltrúar þessa merkingarheims munu reyna að hegna sökudólgnum til að tryggja jafnvægi kerfisins. Sakamál eru trygging fýrir sögu sem ögrar veröld okkar en kemur henni síðan aftur í samt lag. Við þráum bæði ögrunina, hætt- una, og líka öryggið sem felst í lausn málsins. í Ópi bjöllunnar er kona sem er ekki nógu ánægð með þær sögur sem þar er að hafa og kvartar yfir að ekki sé „hægt að segja neinar einfaldar sögur af venjulegu fólki einsog því sem er að drepa hvað annað í blöðunum eða drukkna í stórflóðum í Bengal eða lendir af til- viljun í flugvél sem einhverjir arabískir vesalingar ræna og hóta að drepa í eyði- mörkinni.“ (61). í upphafi Grámosans virðist sem þessi kona ætli að fá ósk sína uppfyllta. Að lokinni stuttri svipmynd af tveimur ferðalöngum verðum við vitni að fyrirvara- lausu og hrottalegu morði er karlmaður drekkir óléttri ástkonu sinni í á. Lesanda finnst hann þegar kominn á kaf í sögu; mikil forvitni vaknar, spurningar um til- drög og eftirmála morðsins. En í sögu Thors verðum við oftar en einu sinni að 322
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.