Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 61
„Er ekki nóg að lífið sé flókið?" fleygja frá okkur sakamálaformúlunum sem ónýtum táknkerfum. í fyrsta lagi reynist þetta sakamál einungis vera í baksviði og fortíð sögunnar, og í öðru lagi er þetta ekki einu sinni „sönn“ mynd af atburðinum, heldur heilaspuni skáldsins sem nú er sýslumaður og gegnir hlutverki dómara í blóðskammarmáli. En þetta ódæði er samt birtingarmynd „lögmálsins" sem ríkir í karlveldis- samfélagi. í þessum upphafskafla „drepur" sýslumaðurinn konuna á „sinn“ hátt; hann kæfir hana ekki með vettlingi eins og morðinginn gerði samkvæmt mál- skjölum, heldur drekkir henni í ánni, sem er þó á sinn hátt tákn hinnar semíó- tísku móðu, breytileikans, flæðandi frjósemi. í draumi seinna í bókinni sér sýslumaður konu fljóta í vatni og mann setjast á háan kvið hennar og róa þannig „áfram í hásæti sínu . . .“26) Þegar þessi Ófelía freistar þess að líta upp heldur hann höfði hennar undir vatnsborðinu. Má ef til vill sjá hér sambúð „karl- mennsku" og „kvenleika"? Er þetta hið karlmannlega sjálf sýslumannsins að þrýsta „kvenlegum" eigindum skáldsins í sér undir yfirborðið, bæla það í undir- vitund? Það eru raunar fjölmörg dæmi um ofbeldi karla í sögunni, ruddaskap sem bitnar á konum, og ekki síst ofbeldi feðra. „Ég veit ekki hver faðir minn er“ (24), segir ástkona Ásmundar skálds og sýslumanns; ástæðan er sú að hann var ókunn- ur karl sem hafði nauðgað móður hennar og aldrei náðst. Kona sú sem sýslumað- ur dæmir hafði eignast barn með bónda sem nauðgaði henni og notaði síðan lík- ama hennar uns hún var orðin vön því. Þáttur karla í lífssköpun jafnt sem valdastaða þeirra virðast iðulega leita fram í ofbeldi. Það er því ekki úr vegi að skáldið Ásmundur hugsi: „Hver er faðir rninn?" (104). Faðir hans brýnir fyrir honum að dæma af „óbilaðri rökvísi, óháð- ur alls.“ „Þetta vil ég brýna fyrir þér, og má hér engin sveimhygli eða skálda- grillur um það losa. Alit byggist á röggseminni og festu með ótillátsemi hins kristilega yfirvalds sem ekki má dragast niður né lúta að mannlegri smæð.“ (92) Sýslumaður axlar þetta hlutverk; honum er ætlað að fá þetta mál til að ganga í samræmi við lög, hið óbilandi táknkerfi. Að dæma um líf annarrar mannveru er efsta stig hinnar symbólsku merkingar, hið endanlega „föðurlega" vald yfir merkingunni. Sakakonunni finnst dómarinn vera „einsog fulltrúi almættisins" (174) og í strangleika svipar honum til hins harðaguðs gamla testamentisins, öf- ugt við sjálfan prestinn á staðnum. Dómarinn er fulltrúi og faðirþess merkingarheims sem ríkir í samfélagi sög- unnar. Hann er þar af leiðandi andstæða þeirrar semíótísku móðu, þar sem krauma órökvísar hvatir, líkamsnautnir og ástarþrá, og þess rásandi sjálfs sem ég hef fjallað um. Ég minni á að samkvæmt kenningum Kristevu er það ávallt ákxrt sjálf, og leitar iðulega fram á mjög villtan hátt, jafnvel í sifjaspelli eins og því sem á sér stað í ástarsambandi systkinanna í sögunni.2 1 En dómur sýslumanns beinist líka gegn honum sjálfum. í iaufskálaþáttunum 323
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.