Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 63
„Er ekki nóg að lífið sé flókið?" um og ástkonu hans sem við kynnumst í upphafi bókar. En ef víxlun hlutverka ásér stað milli Ásmundar og bróðurins, er jafnframt ljóst að systirin kemur „í stað“ þessarar ástkonu. Systirin, þessi ákærða stúlka, er sögunnar stærsta tákn um hið ákærða sjálf, um hinar rásandi hvatir sem fá útrás og uppreisn í trássi við bönn og bælingu samfélags. Það er því líka táknrænt að hún skuli deyja þegar sýslumanni hefur tekist að koma sögunni „á hreint". Hin symbólska merking og vald hennar hafa sigrað. En þau hafa líka tapað. Þegar hin ákærða stendur frammi fyrir Ásmundi og horfir á hann fmnst honum sem dómaragervinu sé svipt af honum. Augu hennar „horfðu úrórafjörrum myrkviði, blöstu nú við honum svo hann komst ekki und- an. Hann sogast fyrst í svelg, sópast innar, í hana, eðasjálfan sig.“ „Hann veit af engu öðru, bara þessari konu, og skelfist við þá hugsun að hann girnist hana . . .“ (198). Þetta er mögnuð andstæða þess sem gerist í upphafskafla verksins; nú er sýslumanni í raun drekkt er hann sogast „í hana, eða sjálfan sig,“ í kvenlega móðu stúlkunnar og skáldlega móðu sjálfs sín, en þetta tvennt er ef til vill eitt og hið sama. Síðan er því lýst hvernig hann „reynir að ná landi á bakkan- um að baki; grípurpennastönginaeinsog hann ætli aðskrifaeitthvað." (199). Pennastöng þessi vísar á fullvissa merkingu dómsorðsins, lögmálsins og ligg- ur svosem í augum uppi að hún er hér reðurtákn; sálgreinendur benda gjarnan á að reðurinn sé það tákn sem tryggi merkingarsáttmála samfélagsins og það er líkt og dómarinn ætli sér í fáti að koma því tákni á blað. Eftir dauða sakakon- unnar er viðbrögðum dómarans ítrekað lýst sem falli úr fallískri reisn. Prestur- inn sér „sársaukann í svip hins niðurbrotna manns sem hafði hrapað af tindi valdsins . . .“ (212). í réttinum sker breytingin því fremur „í augu sem maður- inn var öðrum mönnum reistari í fasi endranær og brattari að bera sig. Nú sat annar maður í forsæti dómsins, öryggislítill og hikandi." (216). Konan hefur sigrað. Dómarinn er fallinn og skáldið áerfitt um vik að vinna úrþessari reynslu. Það er ekki fýrr en alveg í sögulok að skáldið í manninum fær útrás, er hann þarf að glíma við þjóf sem otar að honum hnífi. Skáldið hrekur hann á braut með öskri sem „sprakk í nóttinni." (267). Öskur þetta, sem lýkur sögunni (upp), kallast á við það nístandi óp sem sakakonan gefur frá sér áður en hún er öll. En hver er merking þess? Það getum við ekki vitað með vissu, því þetta er sú tjáning sem kemst næst því að boða hrun hins symbólska merkingarheims. Öskrið springur og eins og segir um skýin sem sýslumaður les í þegar búið er að ákæra stúlkuna: það „voru tásureinareftir; sem eyddust.“ (199). Lesandi situr eftir meðglæpinn. Ti/vitnanir og athugasemdir: 1 Grein þessi er að hluta samhljóða fyrirlestri sem ég flutti á vegum Félags áhuga- manna um bókmenntir þann 11. apríl sl. 325
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.