Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar Að Romain Rolland skuli neita því að Jóhann-Kristófer sé skáldsaga er lýsandi dæmi um lítið álit rithöfunda á þessari bókmenntategund. Þeir fundu að breyttir tímar kölluðu á nýja tegund af skáldsögu. Ljóðinu hafði tekist að laga sig að ver- öld nútímans með symbólismanum, en um leið hafði það flúið upp í fílabeins- turn. Skáldsagan, sem ævinlega hlýtur að fjalla um fólk og samfélag þess var ef til vill of nátengd raunveruleikanum til að geta forðast hann, og því þurfti hún lengri aðlögunartíma, hún þurfti að finna nýja leið til að nálgast raunveruleikann. Stríðsárin 1914—1918 og þó sérstaklega eftirstríðsárin áttu eftir að breyta við- horfi rithöfunda til skáldsögunnar og hefja hana aftur til vegs og virðingar. í byrj- un aldar er smám saman hætt að tala um að þessi bókmenntategund sé orðin úrelt. Fyrsta vísi þessarar viðhorfsbreytingar má reyndar merkja fyrir stríð, og árið 1913, sem var merkilegt ár í hugmynda- og listasögu Vesturlanda, komu út nokkrar skáldsögur sem má telja tímamótaverk. Þar skal fyrst telja Le Grand-Meaulnes (Stóri-Meaulnes) eftir Alain-Fournier (1886—1914), en hún er bæði ljóðræn og dularfull ævintýrasaga og eins konar vígslusaga unglings. Hún var nýjung hvað snerti óvenjulegt andrúmsloft sem í henni ríkti, svo helst mátti líkja við draum. Jean Barois eftir Roger Martin du Gard (1881—1958) var byggð á Dreyfusarmálinu en var samt alls ekki söguleg skáldsaga, heldur þrjúhundruð og fimmtíu síður af samtölum, en slíkt hafði aldrei sést í skáldsögu áður. André Gide sem þá var orð- inn viðurkenndur höfundur og einn að útgefendum tímaritsins La Nouvelle Revue fran^aise, virtasta bókmenntatímaritsins á þessum árum, sendi frá sér Les Caves du Vatican (Kjallari Vatíkansins). Hana má telja til skáldsögu enda þótt höfundur hafi gert að yfirskrift hennar „ceci n’est past un roman" („þetta er ekki skáld- saga“). Enginn ákveðinn söguþráður er í bókinni og sjónarhorn sögumanns breyt- ist oft, persónurnar eru einkennilega sjálfstæðar, allt gerir þetta Les Caves du Va- tican að framúrstefnuverki. En merkasti viðburðurinn í sögu franskrar skáld- sagnagerðar árið 1913 - þó enginn vissi það þá - var útkoma bókarinnar Du cotéde chez Suwin (Swanns megin) eftir Marcel Proust. Það var ekki fyrr en eftir stríðið sem Proust öðlaðist viðurkenningu sem rithöfundur. Umræða um skáldsöguna svo og skáldsagnagerð lagðist að mestu af í stríðinu og þegar því lauk var margt orðið breytt. Þó Frakkland ætti að heita sigurvegari hafði það ekki síður farið illa út úr stríðinu en Þýskaland, mannfall hafði orðið meira í liði Frakka (1 milljón og 500 þúsund látnir, 700 þús. særðir). Ur stétt rit- höfunda einni Iétust u.þ.b. 350 manns í stríðinu eða af sárum sem þeir höfðu fengið þar. Hinn ungi og efnilegi Alain-Fournier fékk til dæmis aldrei tækifæri til að skrifa aðra skáldsögu en Le Grand-Meaulnes, hann féll á fyrstu dögum stríðs- ins. Skáldið Apollinaire lést rétt eftir stríðið úr spönsku veikinni enda mjög illa farinn eftir sár sem hann hlaut í því. Nokkrir eldri rithöfundar dóu upp úr 1920, bæði Anatole France (1844—1924), Pierre Loti og Maurice Barrés. Ungir höfundar höfðu því töluvert svigrúm til að athafna sig. X 332
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.