Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 76
Tímarit Máls og menningar sjálfan sig og sinn innsta hring að yrkisefni, gerðist allt í einu baráttumaður gegn fasisma og nýlendustefnu. Og eftir því sem lengra leið á fjórða áratuginn, varð erfiðara að vera afstöðulaus, annaðhvort urðu menn að vera með eða á móti fasistahreyfingunum. En stjórnmálaskoðanir þessara ungu rithöfunda voru misjafnar þó allir hefðu þeir vantrú á ríkjandi þjóðskipulagi. Sumir eru helteknir algjörri bölsýni. Voya- ge au bout de la nuit (Ferð í ystu myrkur, 1932) eftir Louis-Ferdinand Destouches sem kallaði sig Céline (1894—1961) er píkaresk saga um mann sem er dæmigerð andhetja, huglaus og öfundsjúkur. Hann tekurþátt í stríðinu 1914—1918, þvæl- ist til Afríku og kynnist þar nýlendulífinu; til Ameríku þar sem hann vinnur í stórri verksmiðju og endar svo sem læknir í úthverfi Parísarborgar. Á ferðum sínum sér hann ekkert nema ömurlegustu hliðar mannlífsins hvert sem hann lít- ur, bæði siðferðilega og félagslega séð. Það merkilegasta við bókina er málið á henni, því hún er öll skrifuð á slangurblönduðu talmáli almennings með óreglu- legri setningaskipan, ogþað gerir háðið og níhílismann í henni enn átakanlegri. Höfundurinn virðist vera að segja okkur að engin undankomuleið sé til, ekkert geti breytt þessari vonlausu veröld og lífið sé í raun og sannleika fáránlegt. Sjálf- ur lét hann glepjast af kenningum fasista, ef til vill vegna óstjórnlegs gyðinga- haturs sem hann var haldinn. Fasisminn heillaði líka annan ungan rithöfund sem var haldinn vantrú á föðurland sitt, Pierre Drieu La Rochelle (1893—1945). Hann velti mjög fyrir sér möguleikum rithöfundar til að hafaáhrifásamtíð sína. Sjálfur var hann lengi óákveðinn í stjórnmálaskoðunum, og lýsir því til dæmis í sögunni Gilles (1939). Á stríðsárunum varð hann samstarfsmaður þýska her- námsliðsins og endaði ævi sína með því að fremja sjálfsmorð árið 1945. Flestir ungu rithöfundanna reyndu þó að sannfæra lesanda um að maðurinn hefur tækifæri til að brjótast út úr sínu ömurlega hlutskipti og gefa lífinu til- gang. Persónur í bókum þeirra eru gjarnan dugmiklar hetjur sem fórna sér fyrir aðra eða betri heim. Antoine de Saint-Exupéry (1900-1945) segir í sínum bók- um frá erfiðu og áhættusömu starfi póstflugmanna á millistríðsárunum og því sem þeir lögðu á sig til að sameina mennina. André Malraux lýsir mönnum sem standa frammi fýrir ótrúlega erfiðum ákvörðunum og þurfa á öllu sínu hugrekki og viljastyrk að halda. Sú spurning sem liggur að baki flestra hans skáldsagna er þessi: Hvernig getur maðurinn gefið lífinu tilgang í guðlausum heimi? Svarið er: með því að tefla djarft, hætta lífi sínu og deyja ef nauðsynlegt er. Hetju- dauðinn gefur lífinu gildi. Þannig gefur Katow í La Condition humaine (Hlut- skipti manns, 1933), ungum piltum eina blásýruhylkið sem hann á og hefði get- að bjargað honum frá pyntingum áður en hann yrði tekinn af lífi.M> Malraux lét sér reyndar ekki nægja að skrifa um hetjudáðir heldur vildi upplifa hlutina sjálf- ur, tók virkan þátt í mannkynssögunni, barðist meðal annars við hlið lýðveldis- sinna í Spánarstríðinu árið 1936-1937 og skrifaði um leið bók og gerði kvik- 338
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.