Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 122
Tímarit Máls og menningar Þetta finnst mér aftur á móti skelfing ófyndið og stirt: Það má ef til vill segja að þar sé ekki leiðum að líkjast, því þó aldrei svo vitað sé hafi trillukarlarnir fjórtán krafist þess að vera taldir fulltrúar einnar eða annarrar Iistar og þá síst í útlöndum þangað sem enginn þeirra hefur nokkurn tíma komið, telja stjórnvöld þessa lands karlakórinn fjórtán fóstbræður vanalega glæsilegasta fulltrúa hér- lendrar listar í söngsölum útlendra borga. (24-25) Það er ósanngjarnt að halda því fram að ekki sé sögð saga eða öllu heldur sögur á síðum bókarinnar. T.d. er rakin saga Daníels prests og Sigríðar konu hans. Það er svo sem ekki neinn vandi að fyrirgefa skáldinu þótt hann gleymi því að prestar eru ekki vígðir fyrr en þeir hafa fengið brauð, og að þeir eru kosnir af söfnuði en ekki skipaðir af biskupi og ráðherra sam- kvæmt umsókn; öðru eins er nú vikið við. En hitt er öllu verra að fólk þetta vekur einhvern veginn ekki nægan áhuga, lifnar ekki við, jafnvel þótt ýmislegt sé spaugi- legt í Iýsingunni. Saga þeirra hjóna fyllir miðhluta bókarinnar, og skýtur þeim þó upp bæði fyrr og síðar, en inn í hana bland- ast kynjaviðburðir þeir sem eru eins konar ívaf í þetta allt saman: skipstrand og draugagangur, fyrirboðar og ýmsar uppá- komur. Sumir þeirra kafla, svo sem sýn trillukarlanna (bls. 33—34), eða Kaðal- reipin í regndropunum (136—137) eru bráðsnjöll og falleg prósalýrík, í sama stíl og hinir skáldlegu upphafskapítular; þeg- ar hægt er að líta á textann sem lýríska fantasíu er hann bestur. En inn á milli er allt fullt af orðaflaumi sem þreytir les- andann. í síðasta hluta bókarinnar bætist enn dá- lítið frásagnarefni við: Anton rakari fer að hreingera rakarastofuna, ræðupúlt Her- berts skólastjóra hverfur og kemur aftur í leitirnar án þess að það dragi nokkuð úr elju hans við ræðuhöld, en þessar frásagnir án sýnilegra tengsla við annað en umhverf- ið eru eins konar hlé fýrir síðustu hrotu undra og stórmerkja, þegar svörtu skýja- flókarnir steypast yfir borgina og Sigríður deyr. En það flóð fjarar líka út. Mér sýnist Einar Már hafi ætlað sér að tengja saman í lýríska fantasíu höfuð- skepnur, þjóðtrúarminni, bernska skynj- un borgarinnar og sjálfsagt margt fleira. öllu er þessu miðlað til okkar af sönglandi rödd sögumanns sem spinnur í sífellu og leyfir lesanda aldrei að gleyma sér. Stund- um tekst honum upp, og neistar af skáld- skap lýsa upp hálfrökkrið í kring, en þeir ná ekki að hleypa glóð í allan spunann. Eftirmáli regndropanna er verk sem á allt undir því að lesandi heillist og gangi inn í björg þess fyrirvaralaust, og má ekki vakna fyrr en út er komið. Þess vegna er erfitt að finna sæmilega hlutlæg rök fyrir skoðun sinni á bókinni: annaðhvort heldur hún manni bergnumdum eða ekki. Hún hélt mér sem sagt ekki. Vésteinn Ólason GOTT BYRJANDAVERK I. Forn speki hermir að hrós hafi eðlin tvenn, - að það sé skammur vegur milli þess hróss sem sannarlega sé sprottið af góðum og einlægum huga og hins vegar þeirrar lof- tungu sem mælir undir merki háðs. Einn- ig getur hrós verið sprottið af misskilningi eða vanþekkingu og er þá án innistæðu og einskis vert. Og ótalið er hið varhuga- verða, — að ómælt lof skapar oft væntingar, sem eru flest annað en sanng jarnar og leiðir 384
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.