Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 16
Tímarit Máls og menningar
og grein gerð fyrir því hvernig megi reyna að hrekja þær. A meðan það takist
ekki, megi hafa þær fyrir satt, þótt ekki séu þær þar með sannaðar, segir Popp-
er. Ungverski vísindahugsuðurinn Imre Lakatos færði hinsvegar að því rök, að
í rauninni geti menn sjaldnast metið gildi einstakra kenninga eða tilgátna. Þær
séu jafnan hluti kenningakerfis, sem skipist um lítt prófanlega meginhugmynd,
en henni fylgi ýmsar kenningar um birtingarform meginatriðisins á einstökum
sviðum. Þótt menn nú hreki einhverjar slíkar fylgikenningar eða geri tortryggi-
legar, þá er meginhugmyndin ekki felld með því, lengi má deila um hvort sér-
stakar aðstæður valdi því að fylgikenningin stóðst ekki í umræddu tilviki, og
verður flókið mál og tímafrekt að gera upp á milli andstæðra meginhugmynda.
Kenningakerfi verður þó helst metið með samanburði við annað. Prófsteinn
Lakatos á gildi kenningakerfis er því ekki afsannanir frekar en sannanir, heldur
hvort það sé frjórra en keppinauturinn, þ.e. ali fremur af sér fylgikenningar
sem skýri áður óráðin vandamál. En þetta er ekki vísindalegur mælikvarði,
kenningakerfi verður ekki dæmt ófrjótt, úrelt, fyrr en eftir að það er svo að
segja hætt að höfða til nokkurs manns, jafnvel þá eru þess dæmi að það rísi til
nýs lífs. Alla þessa öld hafa þannig tekist á kenningakerfi á sviði eðlisfræði,
hvort ljósið sé bylgjuhreyfingar eða straumur eínisagna. Ekki munu horfur á
sönnunum eða afsönnunum alveg á næstunni, segja þeir sem til þekkja. En til-
raunir til að skera úr um gildi þessara kenningakerfa hafa leitt til mikilla fram-
fara í eðlisfræði.
Hér hefur aðeins verið tæpt á miklu efni og merkilegu, enda ekki ætlunin að
gera því skil, heldur einungis að færa rök að því, að fræðimenn, þeir sem um
mannaverk fjalla, hafi enga ástæðu til að gera minni kröfur til sín um vísindaleg
vinnubrögð, en starfssystkin þeirra sem fást við náttúruvísindi. Og síst yrði
ályktað af þessum dæmum að ekki verði gert upp á milli kenninga, aldrei komist
að sannleikanum. Enda þótt menn geti ekki hampað einhverju með stimplinum
„Endanlegur sannleikur", þá má hverjum manni ljóst vera, hversu stórkostlegar
framfarir hafa orðið á öllum sviðum þekkingar, við það að fólk lagði sig fram um
að komast til botns í hlutunum, hvað sem leið þess eigin viðhorfum. Og vegna
þess ennfremur, að opinberar, gagnrýnar umræður hafa farið fram um hvaðeina.
Bókmenntatúlkun
Undanfarið hefur mátt sjá afar fjölbreytilegar bókmenntatúlkanir á Islandi, þó
sérstaklega hér í TMM. Sú spurning vaknar, hvort bókmenntatúlkun eigi sér
nokkurn samnefnara, sameiginlegan tilgang. Það draga ýmsir í efa, og þá eink-
um þeir sem segja að hver lesandi eigi að túlka bókmenntaverk eftir sínu höfði,
fullkomlega andstæðar túlkanir eins verks séu jafnréttháar, og raunar sé bók-
menntatúlkun list, ekki síður en bókmenntasköpun.
Þessi síðasttalda skoðun finnst mér vera afar yfirborðsleg, og raunar hreinn
misskilningur á því, að skáld verða iðulega innblásin af bókmenntaverki. Þann-
ig hefur Sjálfstœtt fólk Halldórs Laxness verið kallað svar við sögu Jóns Trausta
6