Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 16
Tímarit Máls og menningar og grein gerð fyrir því hvernig megi reyna að hrekja þær. A meðan það takist ekki, megi hafa þær fyrir satt, þótt ekki séu þær þar með sannaðar, segir Popp- er. Ungverski vísindahugsuðurinn Imre Lakatos færði hinsvegar að því rök, að í rauninni geti menn sjaldnast metið gildi einstakra kenninga eða tilgátna. Þær séu jafnan hluti kenningakerfis, sem skipist um lítt prófanlega meginhugmynd, en henni fylgi ýmsar kenningar um birtingarform meginatriðisins á einstökum sviðum. Þótt menn nú hreki einhverjar slíkar fylgikenningar eða geri tortryggi- legar, þá er meginhugmyndin ekki felld með því, lengi má deila um hvort sér- stakar aðstæður valdi því að fylgikenningin stóðst ekki í umræddu tilviki, og verður flókið mál og tímafrekt að gera upp á milli andstæðra meginhugmynda. Kenningakerfi verður þó helst metið með samanburði við annað. Prófsteinn Lakatos á gildi kenningakerfis er því ekki afsannanir frekar en sannanir, heldur hvort það sé frjórra en keppinauturinn, þ.e. ali fremur af sér fylgikenningar sem skýri áður óráðin vandamál. En þetta er ekki vísindalegur mælikvarði, kenningakerfi verður ekki dæmt ófrjótt, úrelt, fyrr en eftir að það er svo að segja hætt að höfða til nokkurs manns, jafnvel þá eru þess dæmi að það rísi til nýs lífs. Alla þessa öld hafa þannig tekist á kenningakerfi á sviði eðlisfræði, hvort ljósið sé bylgjuhreyfingar eða straumur eínisagna. Ekki munu horfur á sönnunum eða afsönnunum alveg á næstunni, segja þeir sem til þekkja. En til- raunir til að skera úr um gildi þessara kenningakerfa hafa leitt til mikilla fram- fara í eðlisfræði. Hér hefur aðeins verið tæpt á miklu efni og merkilegu, enda ekki ætlunin að gera því skil, heldur einungis að færa rök að því, að fræðimenn, þeir sem um mannaverk fjalla, hafi enga ástæðu til að gera minni kröfur til sín um vísindaleg vinnubrögð, en starfssystkin þeirra sem fást við náttúruvísindi. Og síst yrði ályktað af þessum dæmum að ekki verði gert upp á milli kenninga, aldrei komist að sannleikanum. Enda þótt menn geti ekki hampað einhverju með stimplinum „Endanlegur sannleikur", þá má hverjum manni ljóst vera, hversu stórkostlegar framfarir hafa orðið á öllum sviðum þekkingar, við það að fólk lagði sig fram um að komast til botns í hlutunum, hvað sem leið þess eigin viðhorfum. Og vegna þess ennfremur, að opinberar, gagnrýnar umræður hafa farið fram um hvaðeina. Bókmenntatúlkun Undanfarið hefur mátt sjá afar fjölbreytilegar bókmenntatúlkanir á Islandi, þó sérstaklega hér í TMM. Sú spurning vaknar, hvort bókmenntatúlkun eigi sér nokkurn samnefnara, sameiginlegan tilgang. Það draga ýmsir í efa, og þá eink- um þeir sem segja að hver lesandi eigi að túlka bókmenntaverk eftir sínu höfði, fullkomlega andstæðar túlkanir eins verks séu jafnréttháar, og raunar sé bók- menntatúlkun list, ekki síður en bókmenntasköpun. Þessi síðasttalda skoðun finnst mér vera afar yfirborðsleg, og raunar hreinn misskilningur á því, að skáld verða iðulega innblásin af bókmenntaverki. Þann- ig hefur Sjálfstœtt fólk Halldórs Laxness verið kallað svar við sögu Jóns Trausta 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.