Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 18
Tímarit Máls og menningar
Dagný segir að bókmenntaverkið og túlkunaraðferðin eigi að mætast jafn-
réttháar, þannig að þær varpi ljósi hver á aðra. Gott dæmi þess sér hún í grein
Helgu Kress um Tímaþjófinn (í TMM l.h.1988), en það finnst mér hróplegt,
því Helga rekur þar bara kenningar Júlíu Kristevu um hvernig kveneðlið birtist
í bókmenntum og öðru, síðan tínir hún saman staði í skáldsögunni sem gætu
átt við þetta, en gengur ekki út frá neinni heildarmynd af skáldsögunni. En
hvernig tekst Dagnýju sjálfri til með þetta? Mér sýnist túlkunin hafa helsti
mikið sjálfstæði gagnvart skáldsögunni. Eg er alveg sammála Dagnýju um að
það sé slæmt ef „túlkunarfræði hefur engan sjálfsskilning". En gerist það ekki
helst ef aðferðin sést ekki utanfrá, af því að túlkandinn beitir aðeins einni að-
ferð?
Það þykir mér einmitt sýna sig í grein Dagnýjar. Hún tekur fram að hún sé
einungis að skoða tvo þræði í flóknum vef, ást og óhugnað í Gerplu. Innan
þess ramma spinnur hún eftir hugmyndum sálfræðinga athyglisverðar samflétt-
aðar kenningar, svo sem að móðurleit einkenni ástir Þormóðs, föðurleit valda-
fíkn Olafs digra, en kvenfælni Þorgeirs Hávarssonar stafi af því að hann sé of
háður móður sinni. Sameiginlegur sé þessum körlum ótti við „hið kvenlega".
Og þá erum við komin á kunnuglegar slóðir, að kenningunni um að karlmenn
séu almennt bæklaðir tilfinningalega. En fyrst það á að sýna sig í sögunni, þætti
mér ástæða til að skoða samkenni kvenpersónanna. Það er að mínu mati öfga-
full skrípamynd eftir tilsvari Guðrúnar Osvífursdóttur; „Þeim var eg verst er
eg unni mest“, allar vilja þær senda þann biðil sem þær unna minna til að drepa
hinn sem þær unna meir. Er þetta ekki svipað hetjuhugsjón karlanna? Mér sýn-
ist Þorgeir fyrst og fremst skoplegur fulltrúi hennar, einkum sem andstæða við
raunverulegt framferði víkinganna. Dagný nefnir þessa skoðun en finnst hún
greinilega of þröng. Hér, og á öðrum stað (bls. 315) vísar hún til „skoðana
fræðimanna", en í stað svo almennra orða væri betra að hafa beina tilvísun, svo
að lesendur geti kynnt sér rök þeirra. Annars spinnur Dagný kenningaþráð
sinn lítt trufluð af öðrum skoðunum. Það er gott að fá svo innblásna, hugvit-
samlega túlkun. En það vantar þann herslumun til að þessar kenningar verði
sannfærandi, að rökstutt sé hversvegna þeim beri að trúa fremur en öðrum.
Mér sýnist ekki standast að sálgreina bókmenntapersónur, nema fjalla áður um
þær sem kerfi mótsetninga og hliðstæðna. Skýringin á hegðun persónunnar B
liggur oftast í samspili hennar við persónuna A í sömu sögu, o.s.frv., það er
augljóst að eiginleikar Þorgeirs, Þormóðs og Ólafs konungs mótast að verulegu
leyti af hlutverkaskiptingu þeirra, sama gildir um konurnar. Kenning Dagnýjar
leiðir hana ennfremur til að segja um innrás Olafs Haraldssonar í Noreg:
Boðskapur konungsins er bæði einfaldur og flókinn; öll uppbygging skal
eyðilögð, öllu lífi útrýmt og hann gengur enn lengra, hann leggur til atlögu
gegn sjálfu lífslögmálinu, móðurjörðinni, líkama frummóðurinnar sem skal
brenndur í eldi.
8