Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 20
Tímarit Máls og menningar honum sjálfum komið, því síður eru þar rökræður um hví ein kenning megi þykja annarri betri (nema ein myrk á bls. 355). Ekki hafa þó allar þessar túlk- anir verið samhljóða, skipti engu máli hvað úr þeim var valið og með hvaða rökum? Ef ekki, þyrfti þá að taka það fram og skýra. Ennfremur segist Matthí- as styðjast við rannsóknir Davids Lodge á merkingarháttum í nútímaskáldsög- um, en sín greining sé að mörgu leyti frábrugðin hans „eins og gengur". Af hverju segir Matthías ekki í hverju hann víki frá fyrirmynd sinni og hvers- vegna? Það hlýtur að skipta máli. Þegar hér er komið líður undirrituðum les- anda eins og hann sé kominn í fornfrægan reyfara, með bundið fyrir augun, í vagni á leið að hitta höfuðpaurinn. En bókmenntatúlkun á ekki að höfða til trúnaðartrausts lesenda, heldur til skilnings þeirra. Þessi einstefna kann enn- fremur að vera ein ástæða þess hve myrk greinin er og afstrakt, ólíkt t.d. stíl Dagnýjar. Hefði Matthías tekist á við aðrar túlkanir, hefði það væntanlega leitt hann til að vera skýrmæltari, þó ekki nema af því hve ljós t.d. grein Peter Hall- berg er (í TMM 1972). Þetta tengist því líka hve fljótt er farið yfir sögu sums- staðar, og koma þá í meira lagi hæpnar staðhæfingar, svo sem: „I seinustu ljóð- um Steingríms Thorsteinssonar birta myndhvörf til dæmis neikvæða samsvör- un vitundar og heims. Þeim virðist stefnt gegn rómantískri heimsmynd: þeirri trú að formgerðir hins mannlega, náttúrlega og guðlega deili örlögum." (bls. 357). En rökin fyrir þessu er vísa sem er fullkomlega í stíl Heines, sem Jónas Hallgrímsson stældi í árdaga rómantíkur! Jafnvel þá var sannarlega ekkert nýtt að sýna náttúruna sem háskalega, óhugnanlega. Enda dregur Matthías í land í næstu málsgrein; „hin yfirskilvitlega samverund er enn fyrir hendi, neikvæð að vísu og kannski óorðanleg". Andri Thorsson hefur rakið hér í TMM hve einhliða túlkun Helgu Kress er á Tímaþjófnum Steinunnar Sigurðardóttur. Skal engu við það bætt hér, en hætt er við að ýmsir limir dansi eftir því höfði. Það sýndist mér t.d. um frægt erindi Soffíu Birgisdóttur, „Fossafans" (Mbl. 25. okt. og 1. nóv. 1987). Nú er e.t.v. ekki ástæða til að taka mjög hátíðlega erindi, sem kann að hafa verið flutt í gamni, fullt eins mikið og í alvöru. En það er þó dæmigert fyrir þá aðferð sem hér hefur verið rædd, að telja að lýsingar fossa í íslenskum bókmenntaverkum tákni fyrst og fremst bældan eða dulinn losta. Þetta getur vissulega staðist um ýmsar þeirra löngu klausna sem Soffía birtir. En ólíkt hefði hún sannfært mann betur um það, hefði hún hugað að öðrum túlkunarmöguleikum, og fært rök að því að þessi ætti best við. Vitaskuld var áður alkunna, að náttúrulýsingar í skáldverkum eiga ekki síst að lýsa hugarástandi sögupersóna. Þar kemur þó fleira til álita en losti, t.a.m. virðist miklu nærtækara að skilja eina fosslýsingu Soffíu sem matargirnd, einhver hefði talað um móðurbindingar, jafnvel orðað þá hugsun svo á íslensku, að hér risi lofsöngur um ættjörðina af þrá talandans eftir öryggi smábarns í móðurfaðmi: 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.