Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 61
Sagan og tómib
gefin, engar fastar viðmiðanir, engar skoðanir öðrum réttmætari. Blasir þá
ekki happa- og glappaaðferðin aftur við? A ekki hver og einn að velja þau
gildi og þau sjónarmið sem honum henta? Kannski hentistefna sé lausnar-
orðið? Eigi að vera vit í hentistefnu verður að vera hægt að miða við til-
tekna hagsmuni eða verðmæti. Og þau verðmæti ættum við sjálf að geta
valið. En hvernig veljum við þau?
Nú er freistandi að ræða einstök dæmi á borð við þau sem ég hafði eftir
Gunnari Karlssyni um mikilvægi þjóðfélagsverkefna. Gunnar nefndi dreif-
ingu lífsgæða og misskiptingu auðs í heiminum. Hér er vissulega efni sem
snertir hagsmuni alls þorra manna og flestir láta sig nokkru varða. En
vandinn er ekki nema að hálfu leystur með því að benda á efnið. Hin hlið
málsins lýtur að efnistökunum og þar með skoðunum okkar á dreifingu
lífsgæðanna og skiptingu auðsins. Og hér er í húfi gildi sem oft hefur verið
haldið hátt á lofti: réttlæti. I ljósi þess er sagan fyrst og fremst saga ranglætis
þar sem fámennur hópur ríkismanna hefur hagnast á kostnað alþýðunnar
og kúgað hana á marga vegu, ekki síst með því að telja henni trú um að ríkið
standi vörð um hagsmuni hennar, en sé ekki tæki ráðandi afla til að skara
eld að eigin köku. Þessi saga hefur ekki aðeins gerst heldur er að gerast fyrir
augunum á okkur. Allir eru sagðir hagnast á aðgerðum stjórnvalda til að ná
niður verðbólgunni, þó að aðgerðirnar miði allar að því að styrkja hagkerfi
sem tryggir áfram misskiptingu auðsins og viðheldur þar með ranglætinu.
Rök fyrir þessari söguskoðun má bæði sækja til marxisma og frjáls-
hyggju, en skoðunin brýtur í bága við það sem íslensk stjórnvöld og senni-
lega þorri almennings trúir og vill trúa um ríkið. Alþýða manna vill trúa
því að ríkið sé öflugasta tæki okkar til að berjast gegn ranglætinu og fram-
fylgja réttlætinu, meðal annars með því að skipta hinni svonefndu „þjóðar-
köku“ á sem sanngjarnastan hátt. Og ýmis rök má færa fyrir þessari skoð-
un engu síður en hinni fyrrnefndu.
Þetta dæmi úr nútíðinni skiptir sköpum fyrir skilning okkar á sögunni
og þar með á því hvernig við kennum sögu vestrænna ríkja og samskipti
þeirra við aðrar þjóðir heimsins. Höfuðatriðið er afstaðan til réttlætisins og
með dæminu lentum við því samstundis á bólakafi í umræðu þar sem kjarni
málsins er gildismat og það sem kallast í daglegu tali „pólitík“. Þetta dæmi
er að mínu viti dæmigert. Öll umfjöllun um söguleg efni ræðst af viðhorf-
um manna til eigin samtíma. Og öll söguleg efni - hversu fjarlæg eða nálæg
sem þau eru í tíma og rúmi - hafa ævinlega siðferðilega og pólitíska skír-
skotun til samtímans. Það sem úrslitum ræður um þessa gagnkvæmu vísun
nútíðarinnar til sögunnar og sögunnar til nútíðarinnar er afstaða okkar til
þeirra gilda eða hagsmuna sem við teljum vera í húfi.
Veljum við sjálf þessi gildi eða hagsmuni? Samkvæmt tómhyggjunni er
51